Allir í Nató, en hver vill borga? Gunnar Smári Egilsson skrifar 21. mars 2022 07:32 Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Gunnar Smári Egilsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar