Úkraínskur flóttamaður æfir með Man City: Bróðir hans berst við Rússa heima fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 08:01 Andrii Kravchuk æfir nú með U-23 ára liði Manchester City þökk sé landa hans Oleksandr Zinchenko. BBC Sport Úkraínskur flóttamaður hefur fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 23 ára gamli Andrii Kravchuk var í æfingaferð í Tyrklandi með félagsliði sínu, hinu rússneska Torpedo Moskvu, þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Kravchuk rifti samningi sínum við liðið hið snarasta og hefur nú fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Oleksandr Zinchenko, landi hans og fyrrum samherji í unglingaliði Shakhtar Donetsk, hjálpaði Kravchuk að komast til Manchester og sá til þess að hann gæti æft með U-23 ára liði félagsins. Í viðtali á vef breska ríkisútvarpsins segir Kravchuk það hafa verið mjög óþægilegt að vera á mála hjá rússnesku félagi eftir innrás Rússa. „Ég var að spila í landi sem réðst inn í heimaland mitt. Það eina í stöðunni var að yfirgefa félagið og Rússland. Fólk í Úkraínu hefði aldrei fyrirgefið mér hefði ég haldið áfram að spila í Moskvu.“ Manchester City have allowed Ukrainian refugee Andrii Kravchuk to train with them, following approval from the Premier League. He is a former teammate of Oleksandr Zinchenko who recently terminated his contract with Torpedo Moscow and fled to Manchester. #ManCity— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) March 31, 2022 Fjölskylda Kravchuk er sem stendur enn í Úkraínu og bróðir hans Aleks er hluti af herliðinu sem hefur barist við Rússa allt síðan innrásin hófst. „Ég segi honum á hverjum degi hversu stoltur ég er. Ekki aðeins því hann er að verja fjölskyldu okkar heldur er hann að velja landið allt og úkraínsku þjóðina. Hann fer ekki fet og gefst ekki upp,“ sagði Kravchuk um bróðir sinn. „Ég hef miklar áhyggjur. Ég er í ýmsum hópspjöllum í símanum mínum og er alltaf að fá tilkynningar um sprengjuviðvaranir. Alltaf þegar ein slík kemur upp þá verð ég mjög áhyggjufullur. Maður hugsar alltaf um að fjölskylda manns sé í lífshættu.“ Kravchuk er ævinlega þakklátur Manchester City sem og landa sínum Zinchenko. „Síðustu vikur og mánuðir hafa verið mjög erfiðir en að vera kominn aftur út á völl gerir mjög mikið fyrir mig,“ sagði hinn 23 ára gamli Úkraínumaður að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Andrii Kravchuk var í æfingaferð í Tyrklandi með félagsliði sínu, hinu rússneska Torpedo Moskvu, þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Kravchuk rifti samningi sínum við liðið hið snarasta og hefur nú fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Oleksandr Zinchenko, landi hans og fyrrum samherji í unglingaliði Shakhtar Donetsk, hjálpaði Kravchuk að komast til Manchester og sá til þess að hann gæti æft með U-23 ára liði félagsins. Í viðtali á vef breska ríkisútvarpsins segir Kravchuk það hafa verið mjög óþægilegt að vera á mála hjá rússnesku félagi eftir innrás Rússa. „Ég var að spila í landi sem réðst inn í heimaland mitt. Það eina í stöðunni var að yfirgefa félagið og Rússland. Fólk í Úkraínu hefði aldrei fyrirgefið mér hefði ég haldið áfram að spila í Moskvu.“ Manchester City have allowed Ukrainian refugee Andrii Kravchuk to train with them, following approval from the Premier League. He is a former teammate of Oleksandr Zinchenko who recently terminated his contract with Torpedo Moscow and fled to Manchester. #ManCity— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) March 31, 2022 Fjölskylda Kravchuk er sem stendur enn í Úkraínu og bróðir hans Aleks er hluti af herliðinu sem hefur barist við Rússa allt síðan innrásin hófst. „Ég segi honum á hverjum degi hversu stoltur ég er. Ekki aðeins því hann er að verja fjölskyldu okkar heldur er hann að velja landið allt og úkraínsku þjóðina. Hann fer ekki fet og gefst ekki upp,“ sagði Kravchuk um bróðir sinn. „Ég hef miklar áhyggjur. Ég er í ýmsum hópspjöllum í símanum mínum og er alltaf að fá tilkynningar um sprengjuviðvaranir. Alltaf þegar ein slík kemur upp þá verð ég mjög áhyggjufullur. Maður hugsar alltaf um að fjölskylda manns sé í lífshættu.“ Kravchuk er ævinlega þakklátur Manchester City sem og landa sínum Zinchenko. „Síðustu vikur og mánuðir hafa verið mjög erfiðir en að vera kominn aftur út á völl gerir mjög mikið fyrir mig,“ sagði hinn 23 ára gamli Úkraínumaður að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira