Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:00 Katla er í einlægu viðtali um föðurmissinn í nýjasta þættinum af Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Helgi Ómars „Það sem ég mæli með fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta er að tala opinskátt um hlutina,“ segir Katla Njálsdóttir Þórudóttir. Hún missti föður sinn Njál Þórðarson aðeins sextán ára gömul eftir mjög stutta og erfiða baráttu við krabbamein. „Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fokk ég er með krabbamein Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
„Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fokk ég er með krabbamein Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira