Rás 2 hljóp apríl með viðtali við sambandsráðgjafa hinsegin gæludýra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2022 13:21 Gunna Dís og Andri hlupu apríil í gær þegar þau trúðu aprílgabbi Samtakanna 78. Vísir Þáttastjórnendur Síðdegisútvarpsins á Rás 2 hlupu heldur betur apríl í gær þegar þeir tóku viðtal við sambandsráðgjafann Sigrúnu Jónsdóttur, sem sérhæfir sig í sambandsráðgjöf fyrir eigendur hinsegin dýra. Áður en lengra er farið skal taka fram að Sigrún Jónsdóttir sambandsráðgjafi er ekki til, heldur uppspunninn karakter á vegum Samtakanna 78. Leik- og blaðakonan Ingunn Lára Kristjánsdóttir fór með hlutverk Sigrúnar Jónsdóttur í viðtalinu í Síðdegisútvarpinu í gær fyrir hönd Samtakanna. Tilefnið var sérstakur dagur hjá Samtökunum tileinkaður hinsegin gæludýrum. Sigrún sagði að þangað væru að koma eigendur með hinsegin gæludýrin sín til að sjá aðra og hitta. En hvernig í ósköpunum geta eigendur gæludýra greint það hvort þau séu hinsegin? „Samkynhneigð þekkist í nær öllum dýrum og þetta er svo gott tækifæri til að sýna þessi hinsegindýr Íslands. Þannig séð er þetta frekar ný grein en [hinseginleikinn] sést bara í hegðuninni. Það er einn sérfræðingur sem var að kenna í mínum skóla í New York sem þróaði skema til að meta hinseginleika,“ sagði Sigrúnm, eða Ingunn að þykjast vera Sigrún. Hún sagði að sjá mætti hinseginleikann til dæmis á hátterni dýranna að næturlagi, á feldi þeirra eða fjöðrum en einna helst sæist það á göngulagi. Ingunn Lára Kristjánsdóttir, fréttamaður á Fréttablaðinu og leikkona.Aðsend Sagði lesbíska meri mætta að norðan Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, þáttastjórnandi spurði þá hvað væri svona sérstakt við göngulagið? Dilluðu dýrin sér? „Það virðist vera eitthvað öðruvísi í þessu, göngulag þessara dýra. En við erum búin að vera í allan dag hjá Samtökunum 78 á Suðurgötu 3. Fólk er búið að koma í allan dag með dýrin sín og það er alveg magnað að sjá. Það kom maður, bóndi á Nípá á Norðurlandi eystra, alla leiðina til Reykjavíkur með fræga meri sem er með þekkt öðruvísi göngulag og hún vakti sérstaklega athygli því hún var alltaf að sparka graðhestunum frá sér,“ sagði Sigrún. „Þá er nokkuð augljóst að hún er ekkert allt of hrifin af þeim,“ sagði þá Andri Freyr Viðarsson annar þáttastjórnenda. „Nei einmitt, mín störf hafa að mestu snúist í kring um bændur en ég hef verið aðallega í New York að vinna með hundaeigendum en það hafa verið bændur sem hafa haft áhyggjur af, í sauðfé, ærnar sem vilja ekki vera með hrútunum,“ sagði þá Sigrún (Ingunn Lára). „En þá kem ég og segi að það eigi ekki að hafa áhyggjur af þessu og það má ekki neyða dýrin til að gera eitthvað sem þau eru ekki tilbúin að gera bara alveg eins og fólk.“ Þá tók hún fram að fólki væri velkomið að koma með dýrin sín í Samtökin, sama hvort þau séu hinsegin eða ekki. „Það má alveg koma með gagnkynhneigðu dýrin líka, þau mega alveg hafa samskipti við þessi samkynhneigðu.“ Þáttastjórnendur tóku það sérstaklega fram í lok þáttar að þó uppátækið virtist lygilegt þá væri ekki um aprílgabb að ræða, Sigrún starfaði raunverulega sem sambandsráðgjafi fyrir samkynhneigð dýr og að samkoma fyrir hinsegin gæludýr væri í gangi í húsakynnum Samtakanna 78 við Suðurgötu. Til öryggis hafði fréttastofa samband við Álf Birki Bjarnason, formann Samtakanna, sem staðfesti að um gabb hafi verið að ræða. Hinsegin Ríkisútvarpið Aprílgabb Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Áður en lengra er farið skal taka fram að Sigrún Jónsdóttir sambandsráðgjafi er ekki til, heldur uppspunninn karakter á vegum Samtakanna 78. Leik- og blaðakonan Ingunn Lára Kristjánsdóttir fór með hlutverk Sigrúnar Jónsdóttur í viðtalinu í Síðdegisútvarpinu í gær fyrir hönd Samtakanna. Tilefnið var sérstakur dagur hjá Samtökunum tileinkaður hinsegin gæludýrum. Sigrún sagði að þangað væru að koma eigendur með hinsegin gæludýrin sín til að sjá aðra og hitta. En hvernig í ósköpunum geta eigendur gæludýra greint það hvort þau séu hinsegin? „Samkynhneigð þekkist í nær öllum dýrum og þetta er svo gott tækifæri til að sýna þessi hinsegindýr Íslands. Þannig séð er þetta frekar ný grein en [hinseginleikinn] sést bara í hegðuninni. Það er einn sérfræðingur sem var að kenna í mínum skóla í New York sem þróaði skema til að meta hinseginleika,“ sagði Sigrúnm, eða Ingunn að þykjast vera Sigrún. Hún sagði að sjá mætti hinseginleikann til dæmis á hátterni dýranna að næturlagi, á feldi þeirra eða fjöðrum en einna helst sæist það á göngulagi. Ingunn Lára Kristjánsdóttir, fréttamaður á Fréttablaðinu og leikkona.Aðsend Sagði lesbíska meri mætta að norðan Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, þáttastjórnandi spurði þá hvað væri svona sérstakt við göngulagið? Dilluðu dýrin sér? „Það virðist vera eitthvað öðruvísi í þessu, göngulag þessara dýra. En við erum búin að vera í allan dag hjá Samtökunum 78 á Suðurgötu 3. Fólk er búið að koma í allan dag með dýrin sín og það er alveg magnað að sjá. Það kom maður, bóndi á Nípá á Norðurlandi eystra, alla leiðina til Reykjavíkur með fræga meri sem er með þekkt öðruvísi göngulag og hún vakti sérstaklega athygli því hún var alltaf að sparka graðhestunum frá sér,“ sagði Sigrún. „Þá er nokkuð augljóst að hún er ekkert allt of hrifin af þeim,“ sagði þá Andri Freyr Viðarsson annar þáttastjórnenda. „Nei einmitt, mín störf hafa að mestu snúist í kring um bændur en ég hef verið aðallega í New York að vinna með hundaeigendum en það hafa verið bændur sem hafa haft áhyggjur af, í sauðfé, ærnar sem vilja ekki vera með hrútunum,“ sagði þá Sigrún (Ingunn Lára). „En þá kem ég og segi að það eigi ekki að hafa áhyggjur af þessu og það má ekki neyða dýrin til að gera eitthvað sem þau eru ekki tilbúin að gera bara alveg eins og fólk.“ Þá tók hún fram að fólki væri velkomið að koma með dýrin sín í Samtökin, sama hvort þau séu hinsegin eða ekki. „Það má alveg koma með gagnkynhneigðu dýrin líka, þau mega alveg hafa samskipti við þessi samkynhneigðu.“ Þáttastjórnendur tóku það sérstaklega fram í lok þáttar að þó uppátækið virtist lygilegt þá væri ekki um aprílgabb að ræða, Sigrún starfaði raunverulega sem sambandsráðgjafi fyrir samkynhneigð dýr og að samkoma fyrir hinsegin gæludýr væri í gangi í húsakynnum Samtakanna 78 við Suðurgötu. Til öryggis hafði fréttastofa samband við Álf Birki Bjarnason, formann Samtakanna, sem staðfesti að um gabb hafi verið að ræða.
Hinsegin Ríkisútvarpið Aprílgabb Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira