Bannaði þjálfaranum að velja Jón Dag Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2022 13:01 Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir AGF. Getty/Lars Ronbog „Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn,“ skrifar Jón Dagur Þorsteinsson á Instagram en hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska knattspyrnufélagið AGF í Árósum. Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, hefur tekið þá ákvörðun að Jón Dagur fái ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Ástæðan er sú að Jón Dagur hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa Danmörku í sumar. Þessi 23 ára landsliðsmaður kom til AGF frá Fulham sumarið 2019 en samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann ákvað að gera ekki nýjan samning við AGF. Enn níu leikir eftir AGF á hins vegar enn eftir níu deildarleiki fram að sumarfríi sem hefst 22. maí. Liðið hefur þó að litlu að keppa og því taldi Björnebye heillavænlegast að Jón Dagur spilaði ekki meira en að aðrir leikmenn, sem yrðu áfram hjá félaginu, spiluðu í hans stað. Þjálfarinn David Nielsen fær engu um það ráðið og Jón Dagur lék því ekki í 0-0 jafntefli við Vejle í gær. „Þetta er ákvörðun félagsins og þar með ákvörðun sem ég hef tekið. Frá íþróttalegu sjónarmiði þá vildi David gjarnan hafa Jón með en þetta er pólitísk ákvörðun sem ég tók til að þróa félagið áfram,“ sagði Björnebye við bold.dk. „Ég taldi að í ljósi samningsstöðu Jóns þá hefði hann staðið í vegi fyrir yngri leikmönnum okkar á móti Vejle,“ sagði Björnebye. Kvaddi á Instagram Jón Dagur skrifaði svo kveðju á Instagram-síðu sína og undirstrikaði að komið væri að leiðarlokum. View this post on Instagram A post shared by Jo n D Þorsteinsson (@jondagur) „Þetta var nú meira ferðalagið, takk fyrir allt. Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn. Það var ánægjulegt að spila fyrir ykkur. Stórkostlegir stuðningsmenn. Afsakið nokkur rugluð augnablik hahahaha. Gangi ykkur vel í framtíðinni.“ Danski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, hefur tekið þá ákvörðun að Jón Dagur fái ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Ástæðan er sú að Jón Dagur hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa Danmörku í sumar. Þessi 23 ára landsliðsmaður kom til AGF frá Fulham sumarið 2019 en samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann ákvað að gera ekki nýjan samning við AGF. Enn níu leikir eftir AGF á hins vegar enn eftir níu deildarleiki fram að sumarfríi sem hefst 22. maí. Liðið hefur þó að litlu að keppa og því taldi Björnebye heillavænlegast að Jón Dagur spilaði ekki meira en að aðrir leikmenn, sem yrðu áfram hjá félaginu, spiluðu í hans stað. Þjálfarinn David Nielsen fær engu um það ráðið og Jón Dagur lék því ekki í 0-0 jafntefli við Vejle í gær. „Þetta er ákvörðun félagsins og þar með ákvörðun sem ég hef tekið. Frá íþróttalegu sjónarmiði þá vildi David gjarnan hafa Jón með en þetta er pólitísk ákvörðun sem ég tók til að þróa félagið áfram,“ sagði Björnebye við bold.dk. „Ég taldi að í ljósi samningsstöðu Jóns þá hefði hann staðið í vegi fyrir yngri leikmönnum okkar á móti Vejle,“ sagði Björnebye. Kvaddi á Instagram Jón Dagur skrifaði svo kveðju á Instagram-síðu sína og undirstrikaði að komið væri að leiðarlokum. View this post on Instagram A post shared by Jo n D Þorsteinsson (@jondagur) „Þetta var nú meira ferðalagið, takk fyrir allt. Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn. Það var ánægjulegt að spila fyrir ykkur. Stórkostlegir stuðningsmenn. Afsakið nokkur rugluð augnablik hahahaha. Gangi ykkur vel í framtíðinni.“
Danski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira