Mike Dean: Hótuðu að henda bensínsprengju á húsið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Tomas Soucek reynir að tala sínu máli en Mike Dean vildi ekki hlusta á hann eða fara í Varsjána. EPA-EFE/Adam Davy Mike Dean hefur gengið í gegnum ýmislegt á 22 ára dómaraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en í viðtali við breska ríkisútvarpið þá sagði hann eina svakalega sögu af eftirmálum leiks sem hann dæmdi. Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira