Foreldrar í Fortnite um páskana María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2022 09:00 Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun