Stuðningsmenn Frankfurt fyrirferðamiklir á Nývangi | Forseti Barcelona biðst afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. apríl 2022 11:28 Stuðningsmenn Frankfurt voru á víð og dreif um Nou Camp sem er afar óvenjulegt. vísir/Getty Barcelona varð ekki aðeins undir innan vallar þegar liðið var slegið úr keppni í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna í Þýskalandi í síðustu viku gerðu Þjóðverjarnir sér lítið fyrir og skelltu spænska stórveldinu, 2-3, á Nou Camp í Barcelona í gærkvöldi eftir að hafa komist í 0-3 forystu. Þjóðverjarnir voru furðu vel studdir af stuðningsmönnum sínum og runnu tvær grímur á forráðamenn Barcelona þegar stúkan á þeirra heimavelli tók að fyllast af stuðningsmönnum gestaliðsins. Í ljós kom að tæplega þrjátíu þúsund stuðningsmenn Frankfurt höfðu orðið sér úti um miða á leikinn og voru því ansi áberandi en alls voru seldir 79.468 miðar á leikinn. Um er að ræða algjört klúður í miðasölu spænska félagsins en venjulega fá áhorfendur gestaliðsins aðeins fimm þúsund miða á Evrópuleiki á Nou Camp sem tekur alls 98 þúsund áhorfendur. @JoanLaportaFCB: We're going to take measures ... [what happened at Camp Nou] cannot happen again." pic.twitter.com/7sOhT4b4B5— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 14, 2022 Xavi, stjóri Barcelona, hafði orð á því eftir leik að andrúmsloftið í stúkunni hafi verið honum mikil vonbrigði og Joan Laporta, forseti Barcelona var fljótur að gefa út tilkynningu þess efnis að félagið myndi rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis í miðasölunni. Eins og sjá má hér að ofan var Laporta mikið niðri fyrir vegna málsins og bað stuðningsmenn félagsins afsökunar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna í Þýskalandi í síðustu viku gerðu Þjóðverjarnir sér lítið fyrir og skelltu spænska stórveldinu, 2-3, á Nou Camp í Barcelona í gærkvöldi eftir að hafa komist í 0-3 forystu. Þjóðverjarnir voru furðu vel studdir af stuðningsmönnum sínum og runnu tvær grímur á forráðamenn Barcelona þegar stúkan á þeirra heimavelli tók að fyllast af stuðningsmönnum gestaliðsins. Í ljós kom að tæplega þrjátíu þúsund stuðningsmenn Frankfurt höfðu orðið sér úti um miða á leikinn og voru því ansi áberandi en alls voru seldir 79.468 miðar á leikinn. Um er að ræða algjört klúður í miðasölu spænska félagsins en venjulega fá áhorfendur gestaliðsins aðeins fimm þúsund miða á Evrópuleiki á Nou Camp sem tekur alls 98 þúsund áhorfendur. @JoanLaportaFCB: We're going to take measures ... [what happened at Camp Nou] cannot happen again." pic.twitter.com/7sOhT4b4B5— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 14, 2022 Xavi, stjóri Barcelona, hafði orð á því eftir leik að andrúmsloftið í stúkunni hafi verið honum mikil vonbrigði og Joan Laporta, forseti Barcelona var fljótur að gefa út tilkynningu þess efnis að félagið myndi rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis í miðasölunni. Eins og sjá má hér að ofan var Laporta mikið niðri fyrir vegna málsins og bað stuðningsmenn félagsins afsökunar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira