Kollegar Dyche gapandi hissa yfir brottrekstrinum | Á skilið styttu Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. apríl 2022 23:01 Sean Dyche er mikils metinn innan ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Clive Brunskill Það kom mörgum í opna skjöldu í morgun þegar enska úrvalsdeildarliðið Burnley gaf út tilkynningu þess efnis að félagið hefði ákveðið að reka Sean Dyche úr starfi knattspyrnustjóra. Dyche hefur verið við stjórnvölin hjá Burnley í tæp tíu ár og var sá stjóri sem hafði verið lengst í starfi af öllum stjórum deildarinnar þar til hann var látinn taka pokann sinn í morgun. Leikið verður í ensku úrvalsdeildinni um helgina og knattspyrnustjórar flestra liðanna voru spurðir út í fréttirnar frá Burnley á vikulegum blaðamannafundum sínum í dag og voru flestir þeirra á einu máli. Brottreksturinn kom mönnum í opna skjöldu. „Af öllum stjórum deildarinnar hefði ég haldið að hann væri líklegastur til að halda starfi sínu. Ég veit auðvitað ekki hvað hefur gerst en það hlýtur að hafa verið eitthvað því þú lætur ekki mann eins og Sean Dyche fara eftir alla stórkostlegu hlutina sem hann hefur gert fyrir félagið undanfarin tíu ár. Hann hefur búið til þetta félag.“ sagði elsti stjóri deildarinnar, Roy Hodgson. „Þetta var óvænt. Ég finn til með kollega mínum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég held að hann verði ekki lengi án starfs því það sem hann hefur gert hjá Burnley er stórkostlegt. Sean er stór maður og hann veit hvernig þetta virkar. Stundum er þetta sanngjarnt og stundum ósanngjarnt,“ sagði Graham Potter, þjálfari Brighton. Burnley have sacked Sean Dyche with 8 games left of the season. What a brilliant job he did for so many years. Feels like a really shitty thing to do.— Gary Lineker (@GaryLineker) April 15, 2022 Á fyrstu þremur árum sínum hjá Burnley kom Dyche liðinu í tvígang upp úr B-deildinni og hefur svo haldið liðinu meðal þeirra bestu frá árinu 2016. „Sean Dyche á allt lof skilið fyrir sitt starf og þeir ættu að byggja styttu af honum fyrir utan Turf Moor. Hann hefur náð ótrúlegum árangri. Á hverju tímabili fer hann inn í ensku úrvalsdeildina með eitt minnsta fjármagnið í deildinni en hefur alltaf náð mögnuðum árangri. Ég hefði haldið að það hefði verið vænlegra til árangurs að halda honum en auðvitað veit ég ekki alla söguna,“ sagði Thomas Frank, þjálfari nýliða Brentford og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var á sömu nótum. „Ég get bara hrósað honum. Það sem hann hefur gert fyrir þetta félag undanfarin tíu ár er stórkostlegt. Hann hefur skapað þetta félag og tekist að halda því í deildinni með miklu minna fjármagn en flest önnur lið deildarinnar,“ sagði Arteta. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01 Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira
Dyche hefur verið við stjórnvölin hjá Burnley í tæp tíu ár og var sá stjóri sem hafði verið lengst í starfi af öllum stjórum deildarinnar þar til hann var látinn taka pokann sinn í morgun. Leikið verður í ensku úrvalsdeildinni um helgina og knattspyrnustjórar flestra liðanna voru spurðir út í fréttirnar frá Burnley á vikulegum blaðamannafundum sínum í dag og voru flestir þeirra á einu máli. Brottreksturinn kom mönnum í opna skjöldu. „Af öllum stjórum deildarinnar hefði ég haldið að hann væri líklegastur til að halda starfi sínu. Ég veit auðvitað ekki hvað hefur gerst en það hlýtur að hafa verið eitthvað því þú lætur ekki mann eins og Sean Dyche fara eftir alla stórkostlegu hlutina sem hann hefur gert fyrir félagið undanfarin tíu ár. Hann hefur búið til þetta félag.“ sagði elsti stjóri deildarinnar, Roy Hodgson. „Þetta var óvænt. Ég finn til með kollega mínum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég held að hann verði ekki lengi án starfs því það sem hann hefur gert hjá Burnley er stórkostlegt. Sean er stór maður og hann veit hvernig þetta virkar. Stundum er þetta sanngjarnt og stundum ósanngjarnt,“ sagði Graham Potter, þjálfari Brighton. Burnley have sacked Sean Dyche with 8 games left of the season. What a brilliant job he did for so many years. Feels like a really shitty thing to do.— Gary Lineker (@GaryLineker) April 15, 2022 Á fyrstu þremur árum sínum hjá Burnley kom Dyche liðinu í tvígang upp úr B-deildinni og hefur svo haldið liðinu meðal þeirra bestu frá árinu 2016. „Sean Dyche á allt lof skilið fyrir sitt starf og þeir ættu að byggja styttu af honum fyrir utan Turf Moor. Hann hefur náð ótrúlegum árangri. Á hverju tímabili fer hann inn í ensku úrvalsdeildina með eitt minnsta fjármagnið í deildinni en hefur alltaf náð mögnuðum árangri. Ég hefði haldið að það hefði verið vænlegra til árangurs að halda honum en auðvitað veit ég ekki alla söguna,“ sagði Thomas Frank, þjálfari nýliða Brentford og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var á sömu nótum. „Ég get bara hrósað honum. Það sem hann hefur gert fyrir þetta félag undanfarin tíu ár er stórkostlegt. Hann hefur skapað þetta félag og tekist að halda því í deildinni með miklu minna fjármagn en flest önnur lið deildarinnar,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01 Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira
Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01
Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30