Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði með nýja nálgun í dagvistun Kristín Thoroddsen skrifar 17. apríl 2022 00:00 Næsta haust mun leikskólaplássum í Hafnarfirði fjölga umtalsvert með færanlegum kennslustofum og byggingu leikskóla í nýjasta hverfi okkar, Hamranesi. Mikill fjöldi ungra fjölskyldna býr í Hafnarfirði og er bæjarfélagið að byggja upp ný hverfi þar sem börnum mun fjölga enn frekar. Hafnarfjörður býður upp á allt það sem fjölskyldur kalla eftir, sterka leik- og grunnskóla, faglegt dagforeldrastarf, öflugan tónlistarskóla og mikinn fjölda íþróttafélaga með fjölbreyttar íþróttagreinar. Þegar kemur að dagvistun okkar yngstu íbúa vill Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fjölga valkostunum. Í dag hafa foreldrar val um að sækja fyrst um hjá dagforeldrum og síðan í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur um 12 mánaða aldur barns. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða fjölskyldum val um nokkrar leiðir að fæðingarorlofi loknu. Komið verður á foreldragreiðslum fyrir þá foreldra sem kjósa að vera heima með barni sínu. Áfram verður stutt við dagforeldra til að tryggja að slík þjónusta sé í boði og einnig verður unnið að því að styrkja enn frekar leikskóla bæjarins, innrita yngri börn og ganga skrefi lengra í að gera starfsumhverfi hafnfirska leikskóla enn betra, bæði fyrir börn og starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa með börnum og starfsmönnum og vinna að því að auka sveigjanleika þegar kemur að innritun og vistunartíma barna, sem mun einnig leiða af sér aukinn sveigjanleika í vinnutíma starfsmanna. Endurskoðum skipulag leikskóladagsins Eitt af forgangsverkefnum nýs kjörtímabils er að samræma verklag leik- og grunnskóla. Afmarka þarf betur skóladag leikskólanna í samvinnu við fagfólk leikskólanna, vinna að skipulagi sem líkist meira skipulagi grunnskóla og halda áfram að þróa leikskólana í átt að því sem ávarpað er í aðalnámskrá leikskóla. Í framtíðinni þarf síðan að skoða í samvinnu við ríkisvaldið hvort gerlegt er að námshluti leikskólanna verði gjaldfrjáls. Með samvinnu við starfsfólk leikskólanna og þekkingu frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins munum við bæta enn frekar starfsumhverfi barna og starfsfólks og þannig tryggja að leikskólar Hafnarfjarðar séu framúrskarandi vinnustaðir þar sem hagsmunir hafnfirskra barna eru ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Kristín Thoroddsen Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Næsta haust mun leikskólaplássum í Hafnarfirði fjölga umtalsvert með færanlegum kennslustofum og byggingu leikskóla í nýjasta hverfi okkar, Hamranesi. Mikill fjöldi ungra fjölskyldna býr í Hafnarfirði og er bæjarfélagið að byggja upp ný hverfi þar sem börnum mun fjölga enn frekar. Hafnarfjörður býður upp á allt það sem fjölskyldur kalla eftir, sterka leik- og grunnskóla, faglegt dagforeldrastarf, öflugan tónlistarskóla og mikinn fjölda íþróttafélaga með fjölbreyttar íþróttagreinar. Þegar kemur að dagvistun okkar yngstu íbúa vill Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fjölga valkostunum. Í dag hafa foreldrar val um að sækja fyrst um hjá dagforeldrum og síðan í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur um 12 mánaða aldur barns. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða fjölskyldum val um nokkrar leiðir að fæðingarorlofi loknu. Komið verður á foreldragreiðslum fyrir þá foreldra sem kjósa að vera heima með barni sínu. Áfram verður stutt við dagforeldra til að tryggja að slík þjónusta sé í boði og einnig verður unnið að því að styrkja enn frekar leikskóla bæjarins, innrita yngri börn og ganga skrefi lengra í að gera starfsumhverfi hafnfirska leikskóla enn betra, bæði fyrir börn og starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa með börnum og starfsmönnum og vinna að því að auka sveigjanleika þegar kemur að innritun og vistunartíma barna, sem mun einnig leiða af sér aukinn sveigjanleika í vinnutíma starfsmanna. Endurskoðum skipulag leikskóladagsins Eitt af forgangsverkefnum nýs kjörtímabils er að samræma verklag leik- og grunnskóla. Afmarka þarf betur skóladag leikskólanna í samvinnu við fagfólk leikskólanna, vinna að skipulagi sem líkist meira skipulagi grunnskóla og halda áfram að þróa leikskólana í átt að því sem ávarpað er í aðalnámskrá leikskóla. Í framtíðinni þarf síðan að skoða í samvinnu við ríkisvaldið hvort gerlegt er að námshluti leikskólanna verði gjaldfrjáls. Með samvinnu við starfsfólk leikskólanna og þekkingu frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins munum við bæta enn frekar starfsumhverfi barna og starfsfólks og þannig tryggja að leikskólar Hafnarfjarðar séu framúrskarandi vinnustaðir þar sem hagsmunir hafnfirskra barna eru ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar