Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 19. apríl 2022 08:01 Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Viðskiptaráðherra beindi gagnrýni sinni sömuleiðis að Katrínu Jakobsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Þar segist Lilja hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferðafræði sem beita átti við söluna. Hún kveðst hafa komið sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Forsætisráðherra hefur látið sér nægja að segja enga bókun liggja fyrir en hefur í engu svarað hvort það rétt sé að viðskiptaráðherra hafi mótmælt því að selja hlutinn í lokuðu útboði. Þessir þrír ráðherrar höfðu mest um söluna að segja. Var óeining innan ríkisstjórnar? Viðskiptaráðherra hefur ekki aðeins talað um ágreining og pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra. Hún hefur lía sagt að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum“. Þess vegna verður forsætisráðherra að greina frá því hverjar umræður voru á ráðherrafundi um efnahagsmál í aðdraganda útboðsins sem og á ríkisstjórnarfundum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafi tjáð sig um umræður á þessum fundum, en auðvitað ´s almenningur á allan rétt á því að fá þessar upplýsingar. Um er að ræða sölu í þriðja stærsta hlutafjárútboði Íslandssögunnar upp á 52,5 milljarða króna. Hagsmunir almennings kalla á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að fara í lokað útboð. Almannahagsmunamál að upplýsa um aðdragandann Ábyrgð viðskiptaráðherra hefur líka þýðingu. Siðareglur ráðherra fjalla um upplýsingagjöf ráðherra til almennings: Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu. Siðareglur ráðherra eru skýrar um frumkvæði ráðherra um upplýsingar sem varða almannahag. Skyldur ráðherra gagnvart Alþingi eru enn ríkari. Sú ákvörðun ráðherrans að greina Alþingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru almannahagsmunamáli er auðvitað sérstök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Var viðskiptaráðherra einangruð um þessa afstöðu sína innan ríkisstjórnar og jafnvel innan Framsóknarflokksins? Spurningar til forsætisráðherra Ríkisstjórnin hefur verið utan þjónustusvæðis alla páskana og ekkert viljað tjá sig um stærsta pólitíska mál dagsins í dag. Ég sendi þess vegna skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra með ósk um skrifleg svör. Viðskiptaráðherra hefur greint opinberlega frá því að hafa verið mótfallin aðferðafræði við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars sl. Hún hafi ekki viljað að bréf yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að fátt komi henni á óvart um það hver útkoman varð. Viðskiptaráðherra hefur jafnframt greint frá að hafa komið sjónarmiðum þar um skýrt á framfæri í aðdraganda útboðs. Með hvaða rökum hafnaði forsætisráðherra sjónarmiðum og viðvörunarorðum viðskiptaráðherra? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á það fyrirkomulag sölunnar sem fjármálaráðherra lagði til? Telur forsætisráðherra að viðskiptaráðherra kunni að hafa gerst brotleg við siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um þessi sjónarmið opinberlega fyrr en eftir að útboð hafði farið fram, en siðareglur ráðherra mæla fyrir um að ráðherra leyni ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess? Hefur forsætisráðherra skoðun á því hvort efni voru til að fjármálaráðherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi málsins vegna sjónarmiða um vanhæfi? Í 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru raktar meginreglur sem gilda við sölumeðferð. Þar segir að þess skuli gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skuli við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Hvers vegna var látið hjá líða að fara að þessum skilyrðum laga? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Viðskiptaráðherra beindi gagnrýni sinni sömuleiðis að Katrínu Jakobsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Þar segist Lilja hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferðafræði sem beita átti við söluna. Hún kveðst hafa komið sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Forsætisráðherra hefur látið sér nægja að segja enga bókun liggja fyrir en hefur í engu svarað hvort það rétt sé að viðskiptaráðherra hafi mótmælt því að selja hlutinn í lokuðu útboði. Þessir þrír ráðherrar höfðu mest um söluna að segja. Var óeining innan ríkisstjórnar? Viðskiptaráðherra hefur ekki aðeins talað um ágreining og pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra. Hún hefur lía sagt að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum“. Þess vegna verður forsætisráðherra að greina frá því hverjar umræður voru á ráðherrafundi um efnahagsmál í aðdraganda útboðsins sem og á ríkisstjórnarfundum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafi tjáð sig um umræður á þessum fundum, en auðvitað ´s almenningur á allan rétt á því að fá þessar upplýsingar. Um er að ræða sölu í þriðja stærsta hlutafjárútboði Íslandssögunnar upp á 52,5 milljarða króna. Hagsmunir almennings kalla á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að fara í lokað útboð. Almannahagsmunamál að upplýsa um aðdragandann Ábyrgð viðskiptaráðherra hefur líka þýðingu. Siðareglur ráðherra fjalla um upplýsingagjöf ráðherra til almennings: Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu. Siðareglur ráðherra eru skýrar um frumkvæði ráðherra um upplýsingar sem varða almannahag. Skyldur ráðherra gagnvart Alþingi eru enn ríkari. Sú ákvörðun ráðherrans að greina Alþingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru almannahagsmunamáli er auðvitað sérstök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Var viðskiptaráðherra einangruð um þessa afstöðu sína innan ríkisstjórnar og jafnvel innan Framsóknarflokksins? Spurningar til forsætisráðherra Ríkisstjórnin hefur verið utan þjónustusvæðis alla páskana og ekkert viljað tjá sig um stærsta pólitíska mál dagsins í dag. Ég sendi þess vegna skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra með ósk um skrifleg svör. Viðskiptaráðherra hefur greint opinberlega frá því að hafa verið mótfallin aðferðafræði við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars sl. Hún hafi ekki viljað að bréf yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að fátt komi henni á óvart um það hver útkoman varð. Viðskiptaráðherra hefur jafnframt greint frá að hafa komið sjónarmiðum þar um skýrt á framfæri í aðdraganda útboðs. Með hvaða rökum hafnaði forsætisráðherra sjónarmiðum og viðvörunarorðum viðskiptaráðherra? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á það fyrirkomulag sölunnar sem fjármálaráðherra lagði til? Telur forsætisráðherra að viðskiptaráðherra kunni að hafa gerst brotleg við siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um þessi sjónarmið opinberlega fyrr en eftir að útboð hafði farið fram, en siðareglur ráðherra mæla fyrir um að ráðherra leyni ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess? Hefur forsætisráðherra skoðun á því hvort efni voru til að fjármálaráðherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi málsins vegna sjónarmiða um vanhæfi? Í 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru raktar meginreglur sem gilda við sölumeðferð. Þar segir að þess skuli gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skuli við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Hvers vegna var látið hjá líða að fara að þessum skilyrðum laga? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun