Frístundir, fyrir öll börn! Dagbjört Harðardóttir skrifar 20. apríl 2022 11:00 Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni. Þess má geta að frístundir geta verið margvíslegar, þar með talið hvers konar íþróttir, tónlistariðkun og ýmislegt fleira. Það er því mikilvægt að við sem samfélag stuðlum að því með myndarlegum hætti, eins og gert er með frístundastyrk sveitarfélagsins. Allir eiga að sitja við sama borð Það er okkur í Áfram Árborg mikið kappsmál að allir sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Með frístundastyrknum hafa fleiri[ARV1] tök á því að vera í hvers konar frístundum heldur en ef hann væri ekki til staðar. Það er samt sem áður áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna frístundastyrkurinn er ekki veittur nema frá fimm ára aldri. Við erum því í raun að mismuna börnum vegna aldurs. Börn á aldrinum 0-4 ára hafa einfaldlega ekki sömu tækifæri til frístundaiðkunar og hin eldri. Það er afar mikilvægt fyrir félags- og hreyfiþroska barna að geta tekið þátt í frístundastarfi af einhverju tagi en mýmörg tækifæri eru til þess innan Árborgar hafi heimilið efni á því að senda börn sín á slík námskeið. Með því að veita öllum börnum frístundastyrk mætti auka þátttökuna og um leið greiða götu barnafjölskyldna til að taka þátt í einhverskonar frístundastarfi frá fæðingu barns. Allt sem fylgir Í þessu samhengi er einnig vert að nefna að frístundum fylgir meira en bara æfingagjöld. Það eru búningar, hljóðfæri, keppnisferðir og margt fleira sem frístundastyrkurinn hreinlega nær ekki yfir. Ef við viljum búa til samfélag sem allir hafa jöfn tækifæri er þetta mál sem þarf einnig að skoða alvarlega. Mögulega mætti leysa það með einhverskonar auka frístundastyrk til efnaminni heimila eða styrk til íþróttafélaganna sem væri eyrnamerktur til búningakaupa. Hvernig það yrði framkvæmt verður kannski ekki leyst hér og nú en það er umræðunnar virði og ljóst að þarna þarf að finna lausnir. Framtíðin er núna Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ávinningur af því fyrir samfélagið að gefa börnum jöfn tækifæri og hugsa um hag barnafjölskyldna. Með því getum við mögulega komið í veg fyrir ýmis vandkvæði síðar. Það er mikilvægt að efla seiglu, styðja við félagslegan þroska og mikilvægast er að sýna það og sanna að öll eigum við sama réttinn til þátttöku í samfélaginu. Þess vegna teljum við í Áfram Árborg mikilvægt að byrja að veita frístundastyrk til barna um leið og þau fæðast og til 18 ára aldurs. Við sem samfélag eigum ekki að hindra leiðir að þátttöku heldur eigum við að efla þær. Höfundur skipar 3. sæti Áfram Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Börn og uppeldi Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni. Þess má geta að frístundir geta verið margvíslegar, þar með talið hvers konar íþróttir, tónlistariðkun og ýmislegt fleira. Það er því mikilvægt að við sem samfélag stuðlum að því með myndarlegum hætti, eins og gert er með frístundastyrk sveitarfélagsins. Allir eiga að sitja við sama borð Það er okkur í Áfram Árborg mikið kappsmál að allir sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Með frístundastyrknum hafa fleiri[ARV1] tök á því að vera í hvers konar frístundum heldur en ef hann væri ekki til staðar. Það er samt sem áður áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna frístundastyrkurinn er ekki veittur nema frá fimm ára aldri. Við erum því í raun að mismuna börnum vegna aldurs. Börn á aldrinum 0-4 ára hafa einfaldlega ekki sömu tækifæri til frístundaiðkunar og hin eldri. Það er afar mikilvægt fyrir félags- og hreyfiþroska barna að geta tekið þátt í frístundastarfi af einhverju tagi en mýmörg tækifæri eru til þess innan Árborgar hafi heimilið efni á því að senda börn sín á slík námskeið. Með því að veita öllum börnum frístundastyrk mætti auka þátttökuna og um leið greiða götu barnafjölskyldna til að taka þátt í einhverskonar frístundastarfi frá fæðingu barns. Allt sem fylgir Í þessu samhengi er einnig vert að nefna að frístundum fylgir meira en bara æfingagjöld. Það eru búningar, hljóðfæri, keppnisferðir og margt fleira sem frístundastyrkurinn hreinlega nær ekki yfir. Ef við viljum búa til samfélag sem allir hafa jöfn tækifæri er þetta mál sem þarf einnig að skoða alvarlega. Mögulega mætti leysa það með einhverskonar auka frístundastyrk til efnaminni heimila eða styrk til íþróttafélaganna sem væri eyrnamerktur til búningakaupa. Hvernig það yrði framkvæmt verður kannski ekki leyst hér og nú en það er umræðunnar virði og ljóst að þarna þarf að finna lausnir. Framtíðin er núna Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ávinningur af því fyrir samfélagið að gefa börnum jöfn tækifæri og hugsa um hag barnafjölskyldna. Með því getum við mögulega komið í veg fyrir ýmis vandkvæði síðar. Það er mikilvægt að efla seiglu, styðja við félagslegan þroska og mikilvægast er að sýna það og sanna að öll eigum við sama réttinn til þátttöku í samfélaginu. Þess vegna teljum við í Áfram Árborg mikilvægt að byrja að veita frístundastyrk til barna um leið og þau fæðast og til 18 ára aldurs. Við sem samfélag eigum ekki að hindra leiðir að þátttöku heldur eigum við að efla þær. Höfundur skipar 3. sæti Áfram Árborg.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar