„Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Hafdís hefur menntað sig í tengslum við svefnvenjur barna. Það kannast eflaust margir foreldrar við svefnlausar nætur með ungabarn og oft á tíðum eru foreldrar ráðalausir og vita ekki hvernig þeir eiga snúa sér í þeim málum. Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira