Í tómu tjóni án Jóns Dags og neyddust til að sækja hann úr frystikistunni Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 12:24 Jón Dagur Þorsteinsson er mættur aftur til að snúa við ömurlegu gengi AGF. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson kvaddi stuðningsmenn danska knattspyrnufélagsins AGF fyrir mánuði síðan en nú hefur félagið neyðst til að bjóða hann velkominn upp úr „frystikistunni“. Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, tók í byrjun apríl þá ákvörðun að Jón Dagur fengi ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Viðræður um nýjan samning hans við félagið höfðu þá runnið út í sandinn og ljóst að Jón Dagur færi í nýtt félag í sumar, að tímabilinu loknu. Jón Dagur hefur því ekki spilað fyrir AGF eftir landsleikjahléið í lok mars og á meðan hefur liðið ekki unnið einn einasta leik. Þriðja tapið í röð kom gegn OB á sunnudaginn og allt í einu á AGF raunverulega á hættu á að falla úr dönsku úrvalsdeildinni. LIðið er aðeins sex stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Því varð algjör kúvending, eins og danskir fjölmiðlar orða það, í afstöðu forráðamanna AGF gagnvart Jóni Degi. Hann verður með í síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa ekki spilað í síðustu sjö leikjum. „Við ákváðum að virkja Jón í síðustu leikjunum. Þetta er ákvörðun sem við höfum tekið tíma í að taka en frá mínum bæjardyrum séð er þetta hárrétt ákvörðun,“ sagði David Nielsen, þjálfari AGF, við stiften.dk. „Þegar við tókum ákvörðunina vorum við á öðrum stað og í góðum málum varðandi hættuna á falli,“ sagði Björnebye sem sagði ætlunina hafa verið að þróa liðið með þeim leikmönnum sem yrðu áfram hjá félaginu en það hafi ekki gengið nægilega vel eftir. Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, tók í byrjun apríl þá ákvörðun að Jón Dagur fengi ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Viðræður um nýjan samning hans við félagið höfðu þá runnið út í sandinn og ljóst að Jón Dagur færi í nýtt félag í sumar, að tímabilinu loknu. Jón Dagur hefur því ekki spilað fyrir AGF eftir landsleikjahléið í lok mars og á meðan hefur liðið ekki unnið einn einasta leik. Þriðja tapið í röð kom gegn OB á sunnudaginn og allt í einu á AGF raunverulega á hættu á að falla úr dönsku úrvalsdeildinni. LIðið er aðeins sex stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Því varð algjör kúvending, eins og danskir fjölmiðlar orða það, í afstöðu forráðamanna AGF gagnvart Jóni Degi. Hann verður með í síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa ekki spilað í síðustu sjö leikjum. „Við ákváðum að virkja Jón í síðustu leikjunum. Þetta er ákvörðun sem við höfum tekið tíma í að taka en frá mínum bæjardyrum séð er þetta hárrétt ákvörðun,“ sagði David Nielsen, þjálfari AGF, við stiften.dk. „Þegar við tókum ákvörðunina vorum við á öðrum stað og í góðum málum varðandi hættuna á falli,“ sagði Björnebye sem sagði ætlunina hafa verið að þróa liðið með þeim leikmönnum sem yrðu áfram hjá félaginu en það hafi ekki gengið nægilega vel eftir.
Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti