Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 15:50 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki sínu. Christian Modla/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Wolfsburg tryggja sér meistaratitilinn þegar ein umferð væri eftir. Botnliðið reyndist engin fyrirstaða og Wolfsburg tryggði sér titilinn með stæl. Eftir aðeins sjö mínútur lagði Sveindís Jane upp mark fyrir Ewu Pajor. Sveindís Jane bætti svo sjálf öðru marki liðsins við áður en heimaliðið skoraði þriðja markið sjálft, sjálfsmark. Sveindis Jane Alexandra Popp fagna saman.Karina Hessland-Wissel/Getty Images Staðan orðin 3-0 gestunum í vil eftir aðeins 18 mínútur en Sveindís Jane og stöllur voru hvergi nærri hættar. Felicitas Rauch skoraði fjórða markið og Lena Lattwein það fimmta áur en fyrri hálfleik var lokið, staðan 0-5 í hálfleik. Jill Roord skoraði á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og Alexandra Popp bætti við sjöunda markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Skömmu síðar fór Sveindís Jane af velli en mörkun hélt áfram að rigna. Botnliðinu tókst að minnka muninn tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Leikmenn Wolfsburg tóku það ekki í mál og bættu við þremur mörkum áður en leiknum lauk. Tabea Waßmuth, Pauline Bremer og Svenja Huth með mörkin. Staðan þar með orðin 1-10 og reyndust það lokatölur leiksins. Wolfsburg þar af leiðandi Þýskalandsmeistari árið 2022. DAS IST DIE EINDEUTIGE ENTSCHEIDUNG!!! DAS IST DIE MEISTERSCHAFT!!! #FCCWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/kiX7XrH5ww— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 8, 2022 Þýskalandsmeistarinn Sveindís Jane í baráttunni.Karina Hessland/Getty Images Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Wolfsburg tryggja sér meistaratitilinn þegar ein umferð væri eftir. Botnliðið reyndist engin fyrirstaða og Wolfsburg tryggði sér titilinn með stæl. Eftir aðeins sjö mínútur lagði Sveindís Jane upp mark fyrir Ewu Pajor. Sveindís Jane bætti svo sjálf öðru marki liðsins við áður en heimaliðið skoraði þriðja markið sjálft, sjálfsmark. Sveindis Jane Alexandra Popp fagna saman.Karina Hessland-Wissel/Getty Images Staðan orðin 3-0 gestunum í vil eftir aðeins 18 mínútur en Sveindís Jane og stöllur voru hvergi nærri hættar. Felicitas Rauch skoraði fjórða markið og Lena Lattwein það fimmta áur en fyrri hálfleik var lokið, staðan 0-5 í hálfleik. Jill Roord skoraði á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og Alexandra Popp bætti við sjöunda markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Skömmu síðar fór Sveindís Jane af velli en mörkun hélt áfram að rigna. Botnliðinu tókst að minnka muninn tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Leikmenn Wolfsburg tóku það ekki í mál og bættu við þremur mörkum áður en leiknum lauk. Tabea Waßmuth, Pauline Bremer og Svenja Huth með mörkin. Staðan þar með orðin 1-10 og reyndust það lokatölur leiksins. Wolfsburg þar af leiðandi Þýskalandsmeistari árið 2022. DAS IST DIE EINDEUTIGE ENTSCHEIDUNG!!! DAS IST DIE MEISTERSCHAFT!!! #FCCWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/kiX7XrH5ww— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 8, 2022 Þýskalandsmeistarinn Sveindís Jane í baráttunni.Karina Hessland/Getty Images
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira