Sveindís verðlaunuð með nýjum samningi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2022 13:02 Sveindís Jane Jónsdóttir ásamt Ralf Kellermann, íþróttastjóra Wolfsburg, þegar hún skrifaði undir nýja samninginn við félagið. wolfsburg Ekki fer á milli mála að forráðamenn Wolfsburg séu ánægðir með íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur því hún hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn á sunnudaginn. Og í morgun var greint frá því að hún hefði framlengt samning sinn við Wolfsburg til 2025. Gamli samningurinn gilti til 2024. Sveindís samdi við Wolfsburg síðla árs 2020 en var strax lánuð til Kristianstad og lék með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Keflvíkingurinn sneri aftur til Wolfsburg fyrir seinni hluta þessa tímabils. Hún hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum, átta í þýsku úrvalsdeildinni, tvo í bikarkeppninni og fjóra í Meistaradeild Evrópu. Sem fyrr sagði er Wolfsburg búið að vinna þýska meistaratitilinn. Liðið er einnig komið í bikarúrslit og getur því unnið tvöfalt heima fyrir. „Hjá Wolfsburg er ég í fullkomnu umhverfi til að halda áfram að bæta mig á næstu árum. Það er gaman að vinna með liðinu og þjálfurunum og utan vallar er allt gert til að þér líði vel,“ sagði Sveindís þegar hún skrifaði undir nýja samninginn. Bis 2 0 2 5 ! Sveindis Jonsdottir hat ihren Vertrag bei den Wölfinnen vorzeitig verlängert! Sveindis, wir freuen uns so sehr, dass dich bei uns so wohlfühlst! https://t.co/lg5Y7jiqRQ#VfLWolfsburg pic.twitter.com/I9AfVCWJdq— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 10, 2022 Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg, er hæstánægður með Sveindísi og segir að frammistaða hennar á þessu tímabili hafi verið framar vonum. „Ef þú horfir í það að Sveindís hefur aldrei spilað í algjörri toppdeild er mjög óvænt hversu mikið hún hefur bætt sig undanfarnar vikur og mánuði. Það var sérstaklega vel af sér vikið hvernig hún sýndi hæfileika sína á stærsta sviðinu í Meistaradeildinni,“ sagði Kellermann. „Ekki gleyma því að hún er bara tvítug og getur bætt sig enn frekar. Við erum í skýjunum með að Sveindís hafi framlengt samning sinn við Wolfsburg um eitt tímabil.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira
Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn á sunnudaginn. Og í morgun var greint frá því að hún hefði framlengt samning sinn við Wolfsburg til 2025. Gamli samningurinn gilti til 2024. Sveindís samdi við Wolfsburg síðla árs 2020 en var strax lánuð til Kristianstad og lék með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Keflvíkingurinn sneri aftur til Wolfsburg fyrir seinni hluta þessa tímabils. Hún hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum, átta í þýsku úrvalsdeildinni, tvo í bikarkeppninni og fjóra í Meistaradeild Evrópu. Sem fyrr sagði er Wolfsburg búið að vinna þýska meistaratitilinn. Liðið er einnig komið í bikarúrslit og getur því unnið tvöfalt heima fyrir. „Hjá Wolfsburg er ég í fullkomnu umhverfi til að halda áfram að bæta mig á næstu árum. Það er gaman að vinna með liðinu og þjálfurunum og utan vallar er allt gert til að þér líði vel,“ sagði Sveindís þegar hún skrifaði undir nýja samninginn. Bis 2 0 2 5 ! Sveindis Jonsdottir hat ihren Vertrag bei den Wölfinnen vorzeitig verlängert! Sveindis, wir freuen uns so sehr, dass dich bei uns so wohlfühlst! https://t.co/lg5Y7jiqRQ#VfLWolfsburg pic.twitter.com/I9AfVCWJdq— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 10, 2022 Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg, er hæstánægður með Sveindísi og segir að frammistaða hennar á þessu tímabili hafi verið framar vonum. „Ef þú horfir í það að Sveindís hefur aldrei spilað í algjörri toppdeild er mjög óvænt hversu mikið hún hefur bætt sig undanfarnar vikur og mánuði. Það var sérstaklega vel af sér vikið hvernig hún sýndi hæfileika sína á stærsta sviðinu í Meistaradeildinni,“ sagði Kellermann. „Ekki gleyma því að hún er bara tvítug og getur bætt sig enn frekar. Við erum í skýjunum með að Sveindís hafi framlengt samning sinn við Wolfsburg um eitt tímabil.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira
Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30