Sveindís verðlaunuð með nýjum samningi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2022 13:02 Sveindís Jane Jónsdóttir ásamt Ralf Kellermann, íþróttastjóra Wolfsburg, þegar hún skrifaði undir nýja samninginn við félagið. wolfsburg Ekki fer á milli mála að forráðamenn Wolfsburg séu ánægðir með íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur því hún hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn á sunnudaginn. Og í morgun var greint frá því að hún hefði framlengt samning sinn við Wolfsburg til 2025. Gamli samningurinn gilti til 2024. Sveindís samdi við Wolfsburg síðla árs 2020 en var strax lánuð til Kristianstad og lék með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Keflvíkingurinn sneri aftur til Wolfsburg fyrir seinni hluta þessa tímabils. Hún hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum, átta í þýsku úrvalsdeildinni, tvo í bikarkeppninni og fjóra í Meistaradeild Evrópu. Sem fyrr sagði er Wolfsburg búið að vinna þýska meistaratitilinn. Liðið er einnig komið í bikarúrslit og getur því unnið tvöfalt heima fyrir. „Hjá Wolfsburg er ég í fullkomnu umhverfi til að halda áfram að bæta mig á næstu árum. Það er gaman að vinna með liðinu og þjálfurunum og utan vallar er allt gert til að þér líði vel,“ sagði Sveindís þegar hún skrifaði undir nýja samninginn. Bis 2 0 2 5 ! Sveindis Jonsdottir hat ihren Vertrag bei den Wölfinnen vorzeitig verlängert! Sveindis, wir freuen uns so sehr, dass dich bei uns so wohlfühlst! https://t.co/lg5Y7jiqRQ#VfLWolfsburg pic.twitter.com/I9AfVCWJdq— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 10, 2022 Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg, er hæstánægður með Sveindísi og segir að frammistaða hennar á þessu tímabili hafi verið framar vonum. „Ef þú horfir í það að Sveindís hefur aldrei spilað í algjörri toppdeild er mjög óvænt hversu mikið hún hefur bætt sig undanfarnar vikur og mánuði. Það var sérstaklega vel af sér vikið hvernig hún sýndi hæfileika sína á stærsta sviðinu í Meistaradeildinni,“ sagði Kellermann. „Ekki gleyma því að hún er bara tvítug og getur bætt sig enn frekar. Við erum í skýjunum með að Sveindís hafi framlengt samning sinn við Wolfsburg um eitt tímabil.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn á sunnudaginn. Og í morgun var greint frá því að hún hefði framlengt samning sinn við Wolfsburg til 2025. Gamli samningurinn gilti til 2024. Sveindís samdi við Wolfsburg síðla árs 2020 en var strax lánuð til Kristianstad og lék með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Keflvíkingurinn sneri aftur til Wolfsburg fyrir seinni hluta þessa tímabils. Hún hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum, átta í þýsku úrvalsdeildinni, tvo í bikarkeppninni og fjóra í Meistaradeild Evrópu. Sem fyrr sagði er Wolfsburg búið að vinna þýska meistaratitilinn. Liðið er einnig komið í bikarúrslit og getur því unnið tvöfalt heima fyrir. „Hjá Wolfsburg er ég í fullkomnu umhverfi til að halda áfram að bæta mig á næstu árum. Það er gaman að vinna með liðinu og þjálfurunum og utan vallar er allt gert til að þér líði vel,“ sagði Sveindís þegar hún skrifaði undir nýja samninginn. Bis 2 0 2 5 ! Sveindis Jonsdottir hat ihren Vertrag bei den Wölfinnen vorzeitig verlängert! Sveindis, wir freuen uns so sehr, dass dich bei uns so wohlfühlst! https://t.co/lg5Y7jiqRQ#VfLWolfsburg pic.twitter.com/I9AfVCWJdq— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 10, 2022 Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg, er hæstánægður með Sveindísi og segir að frammistaða hennar á þessu tímabili hafi verið framar vonum. „Ef þú horfir í það að Sveindís hefur aldrei spilað í algjörri toppdeild er mjög óvænt hversu mikið hún hefur bætt sig undanfarnar vikur og mánuði. Það var sérstaklega vel af sér vikið hvernig hún sýndi hæfileika sína á stærsta sviðinu í Meistaradeildinni,“ sagði Kellermann. „Ekki gleyma því að hún er bara tvítug og getur bætt sig enn frekar. Við erum í skýjunum með að Sveindís hafi framlengt samning sinn við Wolfsburg um eitt tímabil.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30