Áhyggjur af borðaklippingum Hallur Guðmundsson skrifar 11. maí 2022 12:15 Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun