Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 21:01 Mbappé skoraði þrjú í kvöld. EPA-EFE/Mohammed Badra Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fyrr í dag bárust þær fregnir að Mbappé hefði ákveðið að gefa Real Madríd fingurinn og endursemja í París. Talið var öruggt mál að Mbappé myndi semja við Real er samningur hans rynni út í sumar. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist Paul Pogba vera á leiðinni til Juventus og Erling Braut Håland hefur samið við Manchester City. Sem stendur er þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger eini leikmaðurinn á leiðinni til Real í sumar. Mbappé hélt svo upp á nýja samninginn í París – sem hann á þó enn eftir að skrifa undir – með því að skora þrennu í þægilegum 5-0 sigri meistaraliðs PSG á Metz í kvöld. Mbappé hóf veisluna á 25. mínútu og bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. Bæði mörkin lögð upp af Argentínumönnum, Angel Di María lagði upp fyrsta markið og Lionel nokkur Messi það síðara. Neymar bætti við þriðja marki PSG aðeins þremur mínútum eftir annað mark Mbappé og staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Mbappé fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik og varð útlitið bjartara fyrir Metz þegar Boubacar Traore lét reka sig út af átta mínútum síðar eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Kylian Mbappé s Saturday: Rejects Real Madrid Signs huge new PSG contract Hat trick vs. Metz pic.twitter.com/VOztne4AfN— B/R Football (@brfootball) May 21, 2022 Di María skoraði fimmta mark PSG á 67. mínútu og þó nóg hafi verið eftir af leiknum þá urðu mörkin ekki fleiri, lokatölur 5-0. PSG endar tímabilið með 86 stig, fimmtán stigum meira en Monaco og Marseilla sem enda tímabilið í 2. og 3. sæti. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Fyrr í dag bárust þær fregnir að Mbappé hefði ákveðið að gefa Real Madríd fingurinn og endursemja í París. Talið var öruggt mál að Mbappé myndi semja við Real er samningur hans rynni út í sumar. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist Paul Pogba vera á leiðinni til Juventus og Erling Braut Håland hefur samið við Manchester City. Sem stendur er þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger eini leikmaðurinn á leiðinni til Real í sumar. Mbappé hélt svo upp á nýja samninginn í París – sem hann á þó enn eftir að skrifa undir – með því að skora þrennu í þægilegum 5-0 sigri meistaraliðs PSG á Metz í kvöld. Mbappé hóf veisluna á 25. mínútu og bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. Bæði mörkin lögð upp af Argentínumönnum, Angel Di María lagði upp fyrsta markið og Lionel nokkur Messi það síðara. Neymar bætti við þriðja marki PSG aðeins þremur mínútum eftir annað mark Mbappé og staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Mbappé fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik og varð útlitið bjartara fyrir Metz þegar Boubacar Traore lét reka sig út af átta mínútum síðar eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Kylian Mbappé s Saturday: Rejects Real Madrid Signs huge new PSG contract Hat trick vs. Metz pic.twitter.com/VOztne4AfN— B/R Football (@brfootball) May 21, 2022 Di María skoraði fimmta mark PSG á 67. mínútu og þó nóg hafi verið eftir af leiknum þá urðu mörkin ekki fleiri, lokatölur 5-0. PSG endar tímabilið með 86 stig, fimmtán stigum meira en Monaco og Marseilla sem enda tímabilið í 2. og 3. sæti.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira