Leikhús fáránleikans: Sá um leikgreiningu Man United frá Moskvu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2022 07:00 Ralf Rangnick (lengst til hægri) ásamt aðstoðarmönnum sínum Ewan Sharp og Chris Armas. Visionhaus/Getty Images Það hefur margt undarlegt gengið á hjá enska fótboltafélaginu Manchester United á undanförnum árum. Eftir að Ralf Rangnick tók tímabundið við sem þjálfari áður en hann myndi færa sig um set og verða ráðgjafi fóru hlutirnir einfaldlega úr böndunum. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United á nýafstaðinni leiktíð. Síðasta sumar gerði stuðningsfólk félagsins sér vonir um að það myndi berjast á toppi töflunnar. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari, hafði fengið Raphael Varane, Jadon Sancho og Cristiano Ronaldo. Ralf Rangnick á hliðarlínunni er Man United tapaði 4-0 gegn Brighton & Hove Albion.Manchester United Sú von fauk fljótlega út um gluggann og Solskjær fékk sparkið fyrir áramót. Stuttu síðar var Ralf Rangnick ráðinn til sögunnar. Eftir það urðu hlutirnir enn undarlegri. Hann var ráðinn sem þjálfari út tímabilið en á meðan ætluðu forráðamenn félagsins að leita að nýjum manni í brúnna. Þegar sá kæmi yrði Rangnick ráðgjafi hans. Þá urðu gríðarlegar breytingar á þjálfaraliði félagsins þar sem margir af samstarfsmönnum Solskjær hurfu á braut. Rangnick þurfti því að ráða nýtt fólk. Það var ekki um auðugan garð að gresja og ekki margir til í að mæta vitandi að þeir myndu mögulega aðeins endast fram á sumar. Á endanum fékk Rangnick nýtt teymi inn með sér, þar á meðal maður að nafni Lars Kornetka. Sá steig aldrei fæti inn á Old Trafford og raunar ekki inn í Manchester-borg þar sem hann var búsettur í Moskvu. Darren Fletcher, Rangnick og Armas með heyrnatólin frægu.Martin Rickett/Getty Images Kornetka hafði áður starfað með Rangnick og sá um að leikgreina leiki Man United liðsins frá Moskvu. Til að koma upplýsingum áleiðis talaði hann við aðstoðarþjálfarann Ewan Sharp sem kom skilaboðunum á áfram til Chris Armas en þeir voru tengdir í gegnum fjarskiptabúnað á meðan leikjum stóð. Leikhús Draumanna eins og Old Trafford var stundum kallað var í raun orðið að leikhúsi fáránleikans. Darren Fletcher, tæknilegur ráðgjafi liðsins – svipað hlutverk og Rangnick á að sinna á komandi leiktíð – var ávallt á hliðarlínunni líkt og hann væri þjálfari. Enginn virtist vita hver ætti að sinna hverju, innan vallar sem utan. #MUFC received in-game tactical advice this season from Lars Kornetka, Ralf Rangnick s former assistant based in Moscow.He helped dissect play by talking to assistant Ewan Sharp, who was hooked up to coach Chris Armas via Apple AirPods. @lauriewhitwell— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 22, 2022 Til að toppa þetta allt var Manchester United, eitt stærsta íþróttafélag heims, með mann í Moskvu að senda skilaboð á bekk Man Utd á meðan leik stóð. Miðað við frammistöður liðsins undanfarnar vikur og mánuði mætti halda að hann hafi verið að horfa á kolvitlausa leiki. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nýr aðstoðarmaður Ten Hag aðstoðaði Sir Alex Ferguson í þrennunni frægu Manchester United staðfesti í dag hverjir munu aðstoða nýja knattspyrnustjóra félagsins en Hollendingurinn Erik ten Hag er nú tekinn við liðinu. 23. maí 2022 10:31 Manchester United aflýsir lokahófi sínu Manchester United hefur aflýst árlegu lokahófi sínu þar sem leikmenn eru heiðraðir samkvæmt heimildum ESPN. 22. maí 2022 11:00 Ten Hag vill halda Ronaldo hjá Man Utd Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill halda portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo í röðum félagsins. 16. maí 2022 17:16 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United á nýafstaðinni leiktíð. Síðasta sumar gerði stuðningsfólk félagsins sér vonir um að það myndi berjast á toppi töflunnar. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari, hafði fengið Raphael Varane, Jadon Sancho og Cristiano Ronaldo. Ralf Rangnick á hliðarlínunni er Man United tapaði 4-0 gegn Brighton & Hove Albion.Manchester United Sú von fauk fljótlega út um gluggann og Solskjær fékk sparkið fyrir áramót. Stuttu síðar var Ralf Rangnick ráðinn til sögunnar. Eftir það urðu hlutirnir enn undarlegri. Hann var ráðinn sem þjálfari út tímabilið en á meðan ætluðu forráðamenn félagsins að leita að nýjum manni í brúnna. Þegar sá kæmi yrði Rangnick ráðgjafi hans. Þá urðu gríðarlegar breytingar á þjálfaraliði félagsins þar sem margir af samstarfsmönnum Solskjær hurfu á braut. Rangnick þurfti því að ráða nýtt fólk. Það var ekki um auðugan garð að gresja og ekki margir til í að mæta vitandi að þeir myndu mögulega aðeins endast fram á sumar. Á endanum fékk Rangnick nýtt teymi inn með sér, þar á meðal maður að nafni Lars Kornetka. Sá steig aldrei fæti inn á Old Trafford og raunar ekki inn í Manchester-borg þar sem hann var búsettur í Moskvu. Darren Fletcher, Rangnick og Armas með heyrnatólin frægu.Martin Rickett/Getty Images Kornetka hafði áður starfað með Rangnick og sá um að leikgreina leiki Man United liðsins frá Moskvu. Til að koma upplýsingum áleiðis talaði hann við aðstoðarþjálfarann Ewan Sharp sem kom skilaboðunum á áfram til Chris Armas en þeir voru tengdir í gegnum fjarskiptabúnað á meðan leikjum stóð. Leikhús Draumanna eins og Old Trafford var stundum kallað var í raun orðið að leikhúsi fáránleikans. Darren Fletcher, tæknilegur ráðgjafi liðsins – svipað hlutverk og Rangnick á að sinna á komandi leiktíð – var ávallt á hliðarlínunni líkt og hann væri þjálfari. Enginn virtist vita hver ætti að sinna hverju, innan vallar sem utan. #MUFC received in-game tactical advice this season from Lars Kornetka, Ralf Rangnick s former assistant based in Moscow.He helped dissect play by talking to assistant Ewan Sharp, who was hooked up to coach Chris Armas via Apple AirPods. @lauriewhitwell— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 22, 2022 Til að toppa þetta allt var Manchester United, eitt stærsta íþróttafélag heims, með mann í Moskvu að senda skilaboð á bekk Man Utd á meðan leik stóð. Miðað við frammistöður liðsins undanfarnar vikur og mánuði mætti halda að hann hafi verið að horfa á kolvitlausa leiki.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nýr aðstoðarmaður Ten Hag aðstoðaði Sir Alex Ferguson í þrennunni frægu Manchester United staðfesti í dag hverjir munu aðstoða nýja knattspyrnustjóra félagsins en Hollendingurinn Erik ten Hag er nú tekinn við liðinu. 23. maí 2022 10:31 Manchester United aflýsir lokahófi sínu Manchester United hefur aflýst árlegu lokahófi sínu þar sem leikmenn eru heiðraðir samkvæmt heimildum ESPN. 22. maí 2022 11:00 Ten Hag vill halda Ronaldo hjá Man Utd Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill halda portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo í röðum félagsins. 16. maí 2022 17:16 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Nýr aðstoðarmaður Ten Hag aðstoðaði Sir Alex Ferguson í þrennunni frægu Manchester United staðfesti í dag hverjir munu aðstoða nýja knattspyrnustjóra félagsins en Hollendingurinn Erik ten Hag er nú tekinn við liðinu. 23. maí 2022 10:31
Manchester United aflýsir lokahófi sínu Manchester United hefur aflýst árlegu lokahófi sínu þar sem leikmenn eru heiðraðir samkvæmt heimildum ESPN. 22. maí 2022 11:00
Ten Hag vill halda Ronaldo hjá Man Utd Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill halda portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo í röðum félagsins. 16. maí 2022 17:16