Mikill subbuskapur við sum vötnin Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2022 08:29 Girnisflækjur, dósir og sígarettustubbar er meðal þess sem sumir skilja eftir við vötn og ár landsins. Þóra Sigrun Eitt af því sem telst til lífgæða á Íslandi er að geta notið góðra stunda og veitt í vötnum og ám landsins í friðsælli og fallegri náttúru. Það er þess vegna alveg hrikalegt að sjá umgengnina við sum vötnin hér á landi og má þar helst nefna Elliðavatn, Þingvallavatn og Kleifarvatn. Við Elliðavatn og Kleifarvatn er drasli troðið í bakkann á sumum stöðum og sígarettustubbar skildir eftir. Nýtt fyrirbæi sem er síst skárra eru munntóbakspúðar en á sumum veiðistöðum liggja þeir um allt og er það síst skárra en sígarettustubbar. Girnisflækjur, önglar og beituafgangar, bjór og gosdósir, plastplöskur og svona mætti lengi telja. Það er algjörlega óviðunandi að til sé fólk sem gengur svona um veiðistaði og náttúru landsins og þrátt fyrir nokkuð umtal á hverju ári um að ástandið sé að versna og taka þurfi til hendinni þá virðist lítið breytast. Það er ekki að skilja það þannig að þetta sé meirihlutinn, þvert á móti, þetta eru fáir veiðimenn sem ganga svona um. Ég vill hvetja alla sem ætla að standa við bakkann næstu daga að taka með sér einn poka til að týna upp rusl við veiðistaðina sína, já þó svo að það sé eftir aðra. Vonum svo að þeir sem koma að fallegum og hreinum veiðistöðum skija framvegis við þá án þess að henda rusli. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Það er þess vegna alveg hrikalegt að sjá umgengnina við sum vötnin hér á landi og má þar helst nefna Elliðavatn, Þingvallavatn og Kleifarvatn. Við Elliðavatn og Kleifarvatn er drasli troðið í bakkann á sumum stöðum og sígarettustubbar skildir eftir. Nýtt fyrirbæi sem er síst skárra eru munntóbakspúðar en á sumum veiðistöðum liggja þeir um allt og er það síst skárra en sígarettustubbar. Girnisflækjur, önglar og beituafgangar, bjór og gosdósir, plastplöskur og svona mætti lengi telja. Það er algjörlega óviðunandi að til sé fólk sem gengur svona um veiðistaði og náttúru landsins og þrátt fyrir nokkuð umtal á hverju ári um að ástandið sé að versna og taka þurfi til hendinni þá virðist lítið breytast. Það er ekki að skilja það þannig að þetta sé meirihlutinn, þvert á móti, þetta eru fáir veiðimenn sem ganga svona um. Ég vill hvetja alla sem ætla að standa við bakkann næstu daga að taka með sér einn poka til að týna upp rusl við veiðistaðina sína, já þó svo að það sé eftir aðra. Vonum svo að þeir sem koma að fallegum og hreinum veiðistöðum skija framvegis við þá án þess að henda rusli.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði