Kahn furðu lostinn yfir ummælum Lewandowski: „Þetta skilar engu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2022 07:00 Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern, hefur engan áhuga á því að selja Robert Lewandowski í sumar. Alexander Hassenstein - UEFA/UEFA via Getty Images Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern München, kveðst hvorki skilja upp né niður í Robert Lewandowski, framherja félagsins. Lewandowski úthúðaði félaginu í gær og kveðst vilja burt. Lewandowski hefur verið á mála hjá Bæjurum frá árinu 2014 og er næstmarkahæsti leikmaður í sögu félagsins með 344 mörk í 375 leikjum. Hann er samningsbundinn liðinu út næstu leiktíð en hefur engan áhuga á að klára þann samning. „Tíma mínum hjá Bayern er lokið. Ég sé enga möguleika á að spila áfram fyrir þetta félag,“ lét Lewandowski hafa eftir sér í gær. „Bayern er alvarlegt félag og ég trúi því ekki að þeir reyni að halda mér. Ég vil ekki spila þar lengur. Félagaskipti eru besti kosturinn. Ég vona að þeir stöðvi mig ekki.“ Oliver Kahn, sem var leikmaður Bayern um árabil og er nú stjórnarformaður félagsins, hefur síst verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur maður. Hann hefur ásamt félaginu tekið þá stefnu að Lewandowski þurfi að bíða samningsloka sinna að ári, vilji hann yfirgefa félagið. „Ég get ekki sagt þér af hverju Robert hefur ákveðið að fara þessa leið. Opinber ummæli af þessum toga skila ekki neinu. Robert varð markahæsti leikmaður heims tvisvar í röð hér,“ sagði fyrrum þýski landsliðsmarkvörðurinn við fjölmiðla í gær. „Mér finnst hann þurfi að átta sig á því hversu gott hann raunverulega hefur það hér hjá Bayern,“ sagði Kahn enn fremur. Barcelona er sagt vera á meðal liða sem fylgjast grannt með stöðu hins 33 ára gamla Lewandowskis. Þýski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Lewandowski hefur verið á mála hjá Bæjurum frá árinu 2014 og er næstmarkahæsti leikmaður í sögu félagsins með 344 mörk í 375 leikjum. Hann er samningsbundinn liðinu út næstu leiktíð en hefur engan áhuga á að klára þann samning. „Tíma mínum hjá Bayern er lokið. Ég sé enga möguleika á að spila áfram fyrir þetta félag,“ lét Lewandowski hafa eftir sér í gær. „Bayern er alvarlegt félag og ég trúi því ekki að þeir reyni að halda mér. Ég vil ekki spila þar lengur. Félagaskipti eru besti kosturinn. Ég vona að þeir stöðvi mig ekki.“ Oliver Kahn, sem var leikmaður Bayern um árabil og er nú stjórnarformaður félagsins, hefur síst verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur maður. Hann hefur ásamt félaginu tekið þá stefnu að Lewandowski þurfi að bíða samningsloka sinna að ári, vilji hann yfirgefa félagið. „Ég get ekki sagt þér af hverju Robert hefur ákveðið að fara þessa leið. Opinber ummæli af þessum toga skila ekki neinu. Robert varð markahæsti leikmaður heims tvisvar í röð hér,“ sagði fyrrum þýski landsliðsmarkvörðurinn við fjölmiðla í gær. „Mér finnst hann þurfi að átta sig á því hversu gott hann raunverulega hefur það hér hjá Bayern,“ sagði Kahn enn fremur. Barcelona er sagt vera á meðal liða sem fylgjast grannt með stöðu hins 33 ára gamla Lewandowskis.
Þýski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira