Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2022 12:46 Flottar bleikjur úr Hraunsfirði Mynd: Tommi Skúla Hraunsfjörður er uppáhaldsveiðisvæði margra veiðimanna sem bíða yfirleitt spenntir eftir því að veiðin fari í gang í vatninu. Það var ekki mikið að frétta í vor þó svo að það hafi komið eitt og einn góður dagur en við höfum heyrt frá nokkrum veiðimönnum sem hafa verið við veiðar í vatninu síðustu daga og fréttir af veiði eru góðar. Flestir hafa fengið eitthvað en algengt er að vanir veiðimenn við vatnið séu að fá fá 5-10 bleikjur yfir daginn þegar skilyrðin eru góð. Það sést bleikja vaka víða um vatnið en veiðin hefur verið langsamlega best við hraunið eins og venjuliega á þessum árstíma. Þetta er 1-3 punda bleikja sem er að veiðast og hún er í góðum holdum en eins veiðimenn þekkja er bleikjan úr vatninu frábær matfiskur. Samræmi var í því þegar veiðimenn hafa verið spurðir um hvapa fluga er að gefa best þessa dagana en litlar grænar púpur og marflóalíki, helst grænleitar, hafa verið að gefa best. Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Fín veiði í Affallinu Veiði
Það var ekki mikið að frétta í vor þó svo að það hafi komið eitt og einn góður dagur en við höfum heyrt frá nokkrum veiðimönnum sem hafa verið við veiðar í vatninu síðustu daga og fréttir af veiði eru góðar. Flestir hafa fengið eitthvað en algengt er að vanir veiðimenn við vatnið séu að fá fá 5-10 bleikjur yfir daginn þegar skilyrðin eru góð. Það sést bleikja vaka víða um vatnið en veiðin hefur verið langsamlega best við hraunið eins og venjuliega á þessum árstíma. Þetta er 1-3 punda bleikja sem er að veiðast og hún er í góðum holdum en eins veiðimenn þekkja er bleikjan úr vatninu frábær matfiskur. Samræmi var í því þegar veiðimenn hafa verið spurðir um hvapa fluga er að gefa best þessa dagana en litlar grænar púpur og marflóalíki, helst grænleitar, hafa verið að gefa best.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Fín veiði í Affallinu Veiði