Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2022 12:56 Virkilega flott veiði og fallegar bleikjur úr Langavatni í Reykjasveit Mynd: Árni Kristinn Skúlason Vötnin úti á land eru óðum að vakna til lífsins og veiðin að komast í góðan gang en eitt af þeim vötnum er Langavatn í Reykjasveit. Þetta er eitt af þeim vötnum sem er alveg undir radar hjá mörgum en það er klárlega kominn tími til að prófa það. Árni Kristinn Skúlason var við veiðar í vatninu í gær og á stuttum tíma setti hann í og landaði 24 fallegum bleikjum þar af voru tvær sem náðu 50 sm í lengd. Mest af bleikjunni er falleg 1-2 punda bleikja. Af þessum 24 bleikjum var 12 sleppt aftur. Það er mikið af bleikju í vatninu og á góðum degi er eins og vatnið kraumi í yfirborðstökum og þegar maður hefur heyrt svona lýsingar þarf klárlega að setja þetta vatn á kortið. Þær flugur sem voru að gefa best voru Pheasant Tail og Czeck Weapon en þessa flugu höfum við ekki fengið að sjá ennþá, það eru ekki öll leynivopn sýnd. Árni sagði samtali við Veiðivísi að bleikjan gæti verið var um sig en tæki best með löngum taum og mjög hægum inndrætti. Það þyrfti að bregðast vði tökum og tökuvari væri líklega ekki slæmur. Stangveiði Mest lesið Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Fín veiði í Affallinu Veiði Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði
Þetta er eitt af þeim vötnum sem er alveg undir radar hjá mörgum en það er klárlega kominn tími til að prófa það. Árni Kristinn Skúlason var við veiðar í vatninu í gær og á stuttum tíma setti hann í og landaði 24 fallegum bleikjum þar af voru tvær sem náðu 50 sm í lengd. Mest af bleikjunni er falleg 1-2 punda bleikja. Af þessum 24 bleikjum var 12 sleppt aftur. Það er mikið af bleikju í vatninu og á góðum degi er eins og vatnið kraumi í yfirborðstökum og þegar maður hefur heyrt svona lýsingar þarf klárlega að setja þetta vatn á kortið. Þær flugur sem voru að gefa best voru Pheasant Tail og Czeck Weapon en þessa flugu höfum við ekki fengið að sjá ennþá, það eru ekki öll leynivopn sýnd. Árni sagði samtali við Veiðivísi að bleikjan gæti verið var um sig en tæki best með löngum taum og mjög hægum inndrætti. Það þyrfti að bregðast vði tökum og tökuvari væri líklega ekki slæmur.
Stangveiði Mest lesið Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Fín veiði í Affallinu Veiði Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði