Cancelo bjargaði einhverfu barni Atli Arason skrifar 8. júní 2022 23:31 Joao Cancelo með Englandsmeistaratitilinn eftir fagnaðarlætin. Getty Images Portúgalski bakvörðurinn í liði Manchester City, Joao Cancelo, bjargaði 10 ára einhverfum strák frá því verða undir hóp stuðningsmanna á Etihad vellinum. Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu. Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu.
Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn