„Margt verra en smá brussugangur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. júní 2022 11:30 Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Aðsend Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Eiginkona, tveggja barna móðir og 180 cm brussa sem elskar galsa og gleði. Held að ég muni aldrei þroskast upp úr brussuganginum en það er allt i lagi. Margt verra en smá brussugangur. Hvað veitir þér innblástur? Það er svo margt sem veitir mér innblástur. Húmor, skemmtilegt fólk og ástríðan sem ég hef fyrir því sem ég er að gera. Ég get fundið mér innblástur í hvaða verkefni sem er. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Að hugsa vel um sjálfa mig númer eitt tvö og þrjú. Og þá er ég ekkert endilega að meina í sambandi við hreyfingu eða hvað ég borða (sem skiptir líka höfuðmáli). Það að vera með vinkonum mínum í hláturskasti er held ég besta andlega næring sem hægt er að fá. Sú næring tekur andlegu heilsuna upp á annað level og gefur lífið extra mikla birtu. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Í raun er enginn dagur eins hjá mér, sem ég elska. En ég vakna snemma alla morgna, fæ mér hollan morgunmat og hendi mér svo á æfingu þegar börnin eru komin af stað út í sinn dag. Svo eru verkefnin mín misjöfn þar sem ég starfa í skemmtibransanum. Suma daga er ég þéttbókuð frá morgni til kvölds í allskonar verkefnum, en aðra daga er ég heimavinnandi húsmóðir- sem er ferlega góður balance. Uppáhalds lag og af hverju? Lagið Vente Pa Ca með Ricky Martin og Maluma er akkúrat um þessar mundir í miklu uppáhaldi. Ég hef alltaf verið sjóðandi heit fyrir honum Ricky mínum og það er eitthvað við þetta kombó, Ricky og Maluma, sem gefur mér gæsahúð. Uppáhalds matur og af hverju? Ég er mjög auðveld i þessum lið. Það jafnast ekkert á við ekta eldbakaða pizzu með extra osti, skinku og já, ananas. Ég ætla bara að segja það. Ananasinn er lífið í pizzulífinu. Ef ég ætti að velja mína hinstu máltíð þá væri það alltaf pizza. Kannski var ég spænskur pizzubakari i fyrra lífi. Gæti vel verið. Elska pizzur og spænska tónlist. Besta ráð sem þú hefur fengið? Aldrei hætta að elta drauminn, því hann mun rætast ef þú kastar honum út í kosmósið. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Lífið er svo geggjað fyrirbæri. Fólkið sem fylgir manni í lífinu er það sem gerir lífið skemmtilegt. Það væri asskoti einmanalegt ef maður ætti ekki einhverja sem leiða mann áfram þennan veg sem við göngum. Þegar brekkurnar koma þá er nauðsynlegt að hafa einhvern sem ýtir á bakið og hjálpar manni upp. Það er svo ekkert betra í heiminum en að sjá börnin mín heilbrigð og hamingjusöm. Þau eru klárlega það besta og skemmtilegasta sem hefur komið inn í líf mitt. Innblásturinn Tengdar fréttir „Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 11. júní 2022 11:31 „Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4. júní 2022 11:31 „Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“ Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 28. maí 2022 11:31 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Eiginkona, tveggja barna móðir og 180 cm brussa sem elskar galsa og gleði. Held að ég muni aldrei þroskast upp úr brussuganginum en það er allt i lagi. Margt verra en smá brussugangur. Hvað veitir þér innblástur? Það er svo margt sem veitir mér innblástur. Húmor, skemmtilegt fólk og ástríðan sem ég hef fyrir því sem ég er að gera. Ég get fundið mér innblástur í hvaða verkefni sem er. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Að hugsa vel um sjálfa mig númer eitt tvö og þrjú. Og þá er ég ekkert endilega að meina í sambandi við hreyfingu eða hvað ég borða (sem skiptir líka höfuðmáli). Það að vera með vinkonum mínum í hláturskasti er held ég besta andlega næring sem hægt er að fá. Sú næring tekur andlegu heilsuna upp á annað level og gefur lífið extra mikla birtu. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Í raun er enginn dagur eins hjá mér, sem ég elska. En ég vakna snemma alla morgna, fæ mér hollan morgunmat og hendi mér svo á æfingu þegar börnin eru komin af stað út í sinn dag. Svo eru verkefnin mín misjöfn þar sem ég starfa í skemmtibransanum. Suma daga er ég þéttbókuð frá morgni til kvölds í allskonar verkefnum, en aðra daga er ég heimavinnandi húsmóðir- sem er ferlega góður balance. Uppáhalds lag og af hverju? Lagið Vente Pa Ca með Ricky Martin og Maluma er akkúrat um þessar mundir í miklu uppáhaldi. Ég hef alltaf verið sjóðandi heit fyrir honum Ricky mínum og það er eitthvað við þetta kombó, Ricky og Maluma, sem gefur mér gæsahúð. Uppáhalds matur og af hverju? Ég er mjög auðveld i þessum lið. Það jafnast ekkert á við ekta eldbakaða pizzu með extra osti, skinku og já, ananas. Ég ætla bara að segja það. Ananasinn er lífið í pizzulífinu. Ef ég ætti að velja mína hinstu máltíð þá væri það alltaf pizza. Kannski var ég spænskur pizzubakari i fyrra lífi. Gæti vel verið. Elska pizzur og spænska tónlist. Besta ráð sem þú hefur fengið? Aldrei hætta að elta drauminn, því hann mun rætast ef þú kastar honum út í kosmósið. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Lífið er svo geggjað fyrirbæri. Fólkið sem fylgir manni í lífinu er það sem gerir lífið skemmtilegt. Það væri asskoti einmanalegt ef maður ætti ekki einhverja sem leiða mann áfram þennan veg sem við göngum. Þegar brekkurnar koma þá er nauðsynlegt að hafa einhvern sem ýtir á bakið og hjálpar manni upp. Það er svo ekkert betra í heiminum en að sjá börnin mín heilbrigð og hamingjusöm. Þau eru klárlega það besta og skemmtilegasta sem hefur komið inn í líf mitt.
Innblásturinn Tengdar fréttir „Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 11. júní 2022 11:31 „Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4. júní 2022 11:31 „Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“ Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 28. maí 2022 11:31 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
„Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 11. júní 2022 11:31
„Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4. júní 2022 11:31
„Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“ Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 28. maí 2022 11:31