Segir að Alfons og Jón Dagur gætu verið á leið til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 08:30 Jón Dagur í leik með Íslandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason segir að landsliðsmennirnir Jón Dagur Þorsteinsson og Alfons Sampsted séu undir smásjánni hjá þýska félaginu Hamburger SV. Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira