Fyrstu laxarnir komnir úr Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2022 10:07 Stefán með 97 sm laxinn sem veiddist í gær í Ytri Rangá Harpa Hlín Ytri Rangá opnaði í gær en töluverð spenna var búin að myndast því það var farið að sjást til laxa fyrir tveimur vikum síðan sem telst nokkuð snemmt fyrir Ytri. Fyrsti laxinn kom á land við Borg en það er eitt af neðstu svæðunum í ánni. Það var Klaus Vander sem landaði honum en laxinn var 85 sm hrygna. Það var nokkuð líf yfir daginn, laxar sáust á Rangárflúðum, Ægissíðufossi og við Gunnigilsbreiðu. Það var líka verið að setja í stóra laxa en Stefán Sigurðsson annar af leigutökum Ytri Rangár hjá Iceland Outfitters landaði 97 sm hæng sem eins og myndin ber með sér kemur afskaplega vel haldin úr sjó. Nú styttist hratt í að aðaltíminn í ánum renni upp en það verður að segjast að miðað við fréttir úr nokkrum ám er þetta bara ágætis byrjun. Stangveiði Mest lesið Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði
Fyrsti laxinn kom á land við Borg en það er eitt af neðstu svæðunum í ánni. Það var Klaus Vander sem landaði honum en laxinn var 85 sm hrygna. Það var nokkuð líf yfir daginn, laxar sáust á Rangárflúðum, Ægissíðufossi og við Gunnigilsbreiðu. Það var líka verið að setja í stóra laxa en Stefán Sigurðsson annar af leigutökum Ytri Rangár hjá Iceland Outfitters landaði 97 sm hæng sem eins og myndin ber með sér kemur afskaplega vel haldin úr sjó. Nú styttist hratt í að aðaltíminn í ánum renni upp en það verður að segjast að miðað við fréttir úr nokkrum ám er þetta bara ágætis byrjun.
Stangveiði Mest lesið Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði