Lið í Kenía leikur í búningum Stjörnunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 08:01 Garden Ego FC í nýjum búningum sínum. Garden Ego FC Lið Garden Ego FC í Kenía leikur nú leiki sína í búningum Stjörnunnar. Geta leikmenn liðsins þakkað íslenska félaginu fyrir þessa veglegu gjöf en ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir Eric Ndayisaba. Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira