Matarkarfan og landbúnaðurinn Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júní 2022 22:19 Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun