Vann eftirsótt verðlaun með frumraun sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júlí 2022 23:22 Lilja Cardew bjóst ekki við því að vinna keppnina en 1.500 aðrir tóku þátt. Aðsendar Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni. Kápukeppni Penguin er vinsæl keppni meðal hönnuða í Bretland þar sem listamenn senda inn sínar hugmyndir af bókakápum. Venjulega er það bara fólk í námi sem má taka þátt í keppninni en í ár var því breytt og gat hver sem er sent sína tillögu inn í keppnina. Lilja Cardew er 23 ára Íslendingur og er búsett í Leeds á Englandi þar sem hún er að læra að verða myndhöfundur. Í náminu hennar er áfangi þar sem aðalverkefnið er að taka þátt í keppninni. Lilja við verðlaunaafhendinguna.Aðsend Þeir sem taka þátt í keppninni gátu valið á milli þriggja bóka. Bókin sem Lilja hlaut verðlaunin fyrir heitir „Diary of a Young Naturalist“ og fjallar um einhverfan átján ára strák. Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er hún skrifuð eins og dagbók. Hvers vegna valdir þú þessa bók? „Aðallega textinn sjálfur, ekki endilega bara innihaldið heldur einnig hvernig hann er skrifaður, hann er skrifaður svolítið nákvæmt en á mjög „effortless“ máta. Mér fannst það skipta máli. Síðan fór ég mikið út í náttúruna.“ Bjóst ekki við því að vinna „Ég var orðlaus, bara að vera tilnefnd. Ég sendi þetta bara inn og pældi ekkert meira í því. Þetta var bara verkefni með skólanum. Mér datt ekki í hug að ég myndi vinna,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Í verðlaun fær Lilja sex mánaða starfsnám hjá Penguin þar sem hún fær að kynnast bransanum betur. Hún er þó ekki viss um hvort hún stefni á að gera bókakápur í framtíðinni. „Ég hef haft mestan áhuga á barnabókum. Ég hef verið að mála mikið og þurfti að velja á milli „fine art“ og myndhöfundanámsins. Ég valdi myndhöfundinn því það getur í rauninni verið hvað sem er. Þú ert samt að vinna með einhverskonar takmarkanir sem mér finnst þægilegt,“ segir Lilja. Sigurkápan.Aðsend Íslendingar erlendis Bókmenntir Myndlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Kápukeppni Penguin er vinsæl keppni meðal hönnuða í Bretland þar sem listamenn senda inn sínar hugmyndir af bókakápum. Venjulega er það bara fólk í námi sem má taka þátt í keppninni en í ár var því breytt og gat hver sem er sent sína tillögu inn í keppnina. Lilja Cardew er 23 ára Íslendingur og er búsett í Leeds á Englandi þar sem hún er að læra að verða myndhöfundur. Í náminu hennar er áfangi þar sem aðalverkefnið er að taka þátt í keppninni. Lilja við verðlaunaafhendinguna.Aðsend Þeir sem taka þátt í keppninni gátu valið á milli þriggja bóka. Bókin sem Lilja hlaut verðlaunin fyrir heitir „Diary of a Young Naturalist“ og fjallar um einhverfan átján ára strák. Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er hún skrifuð eins og dagbók. Hvers vegna valdir þú þessa bók? „Aðallega textinn sjálfur, ekki endilega bara innihaldið heldur einnig hvernig hann er skrifaður, hann er skrifaður svolítið nákvæmt en á mjög „effortless“ máta. Mér fannst það skipta máli. Síðan fór ég mikið út í náttúruna.“ Bjóst ekki við því að vinna „Ég var orðlaus, bara að vera tilnefnd. Ég sendi þetta bara inn og pældi ekkert meira í því. Þetta var bara verkefni með skólanum. Mér datt ekki í hug að ég myndi vinna,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Í verðlaun fær Lilja sex mánaða starfsnám hjá Penguin þar sem hún fær að kynnast bransanum betur. Hún er þó ekki viss um hvort hún stefni á að gera bókakápur í framtíðinni. „Ég hef haft mestan áhuga á barnabókum. Ég hef verið að mála mikið og þurfti að velja á milli „fine art“ og myndhöfundanámsins. Ég valdi myndhöfundinn því það getur í rauninni verið hvað sem er. Þú ert samt að vinna með einhverskonar takmarkanir sem mér finnst þægilegt,“ segir Lilja. Sigurkápan.Aðsend
Íslendingar erlendis Bókmenntir Myndlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira