Stuðningsfólk Mainz brjálað vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 17:01 Kieran Trippier var fyrsti leikmaðurinn sem Newcastle United keypti eftir yfirtöku PIF. Owen Humphreys/PA Stuðningsfólk þýska knattspyrnufélagsins Mainz 05 er vægast sagt ósátt vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United. Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira