Bayern hefur áhuga á Kane en Tottenham telur hann ósnertanlegan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júlí 2022 14:31 Harry Kane skorar úr vítaspyrnu gegn Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2019. Vísir/Getty Þýska stórveldið Bayern München er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane, stjörnuframherja Tottenham, í sínar raðir ef Robert Lewandowski yfirgefur þýsku meistarana. Markamaskínan Robert Lewandowski hefur ekki farið leynt með það að hann vilji yfirgefa herbúðir Bayern, en leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil. Lewandowski hefur sagst vilja fara til Barcelona. Sjálfir hafa forsvarsmenn Bayern sagt að framherjinn sé ekki til sölu. Nú virðast þeir þó vera farnir að horfa í kringum sig ef ske kynni að Lewandowski yfirgefi félagið. Ef Pólverjinn fer ekki í sumar verður að teljast ansi líklegt að hann sé á útleið eftir næsta tímabil þegar samningur hans rennur út. Ef marka má grein sem birtist á þýska vefmiðlinum Kicker.de í morgun hafa forráðamenn Bayern rennt hýru auga til enska framherjans Harry Kane. Ekki eru margir leikmenn í heiminum sem gætu fyllt í skarðið sem Lewandowski myndi skilja eftir sig, en Kane hefur verið einn allra besti framherji heims undanfarin ár og væri því vænlegur kostur fyrir þýska liðið. Bayern Munich are considering Harry Kane as a replacement for Robert Lewandowski.[kicker] pic.twitter.com/EGwSUWZSbu— Transferchanger (@TransferChanger) July 11, 2022 Kane er þó langt frá því að vera fyrsti maður á lista yfir þá leikmenn sem Tottenham vill losna við og þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem evrópskt stórveldi reynir að kroppa í leikmanninn. Samningur hans við Lundúnaliðið rennur út árið 2024 og þjálfarar, stjórnendur og eigendur Tottenham telja hann ósnertanlegan. Þá er Tottenham einnig sagt vera að undirbúa viðræður um nýjan samning við leikmanninn. There’s no discussion, negotiation or talk about Harry Kane. Tottenham always considered him untouchable and there’s nothing concrete going on with Bayern. ⚪️❌ #THFCLewy, Paratici and Conte have never considered to sell Kane this summer - Spurs want to discuss a new deal soon. pic.twitter.com/bo9io7Ylcb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 10, 2022 Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Markamaskínan Robert Lewandowski hefur ekki farið leynt með það að hann vilji yfirgefa herbúðir Bayern, en leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil. Lewandowski hefur sagst vilja fara til Barcelona. Sjálfir hafa forsvarsmenn Bayern sagt að framherjinn sé ekki til sölu. Nú virðast þeir þó vera farnir að horfa í kringum sig ef ske kynni að Lewandowski yfirgefi félagið. Ef Pólverjinn fer ekki í sumar verður að teljast ansi líklegt að hann sé á útleið eftir næsta tímabil þegar samningur hans rennur út. Ef marka má grein sem birtist á þýska vefmiðlinum Kicker.de í morgun hafa forráðamenn Bayern rennt hýru auga til enska framherjans Harry Kane. Ekki eru margir leikmenn í heiminum sem gætu fyllt í skarðið sem Lewandowski myndi skilja eftir sig, en Kane hefur verið einn allra besti framherji heims undanfarin ár og væri því vænlegur kostur fyrir þýska liðið. Bayern Munich are considering Harry Kane as a replacement for Robert Lewandowski.[kicker] pic.twitter.com/EGwSUWZSbu— Transferchanger (@TransferChanger) July 11, 2022 Kane er þó langt frá því að vera fyrsti maður á lista yfir þá leikmenn sem Tottenham vill losna við og þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem evrópskt stórveldi reynir að kroppa í leikmanninn. Samningur hans við Lundúnaliðið rennur út árið 2024 og þjálfarar, stjórnendur og eigendur Tottenham telja hann ósnertanlegan. Þá er Tottenham einnig sagt vera að undirbúa viðræður um nýjan samning við leikmanninn. There’s no discussion, negotiation or talk about Harry Kane. Tottenham always considered him untouchable and there’s nothing concrete going on with Bayern. ⚪️❌ #THFCLewy, Paratici and Conte have never considered to sell Kane this summer - Spurs want to discuss a new deal soon. pic.twitter.com/bo9io7Ylcb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 10, 2022
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira