Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“ Elísabet Hanna skrifar 17. júlí 2022 20:01 Erla mælir með dagbókaskrifum. Aðsend Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. Í sumar deilir hún einföldum og skemmtilegum verkefnum með lesendum Vísis sem miða að því að auka vellíðan í sumarfríinu. Gefum henni orðið: Dagbókarskrif er verkfæri sem ég nota daglega og er partur af minni sjálfsrækt. Þau skrif sem hafa orðið að daglegri venju hjá mér eru þakklætisskrif. Þakklæti hefur verið töluvert rannsakað innan jákvæðrar sálfræði. Sú nálgun sálfræðinnar einblínir á þá þætti sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og hópa og hvað fær þá til að blómstra. Þakklætið gerir okkur hamingjusöm Þegar við lítum á lífið í heild sinni, bæði hæðir og lægðir, þá hvetur þakklætið okkur til að líta á það sem gengur vel í lífinu. Talað er um að því þakklátari sem við erum því meira höfum við til að vera þakklát fyrir. Í sálfræðirannsóknum hefur komið í ljós að þakklæti hefur mest áhrif á hamingju einstaklinga. „Það er ekki hamingjan sem gerir okkur þakklát, það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“(Robert Steindl Rast). Gott að gera sér góða stund á meðan farið er yfir allt það fallega í lífinu.Aðsend Lífið er nú þegar fullt af gjöfum Sá fræðimaður innan jákvæðrar sálfræði sem hefur rannsakað þakklæti hvað mest er Dr. Robert A. Emmons. Í einni rannsókn kom í ljós að skrif í þakklætisdagbók jók hamingju þátttakenda um 25% ásamt því að hafa fleiri góð áhrif í för með sér eins og betri svefn og minni streitu. Það er því til mikils að vinna og um að gera að taka fram dagbókina strax í dag og byrja að skrifa hvað þú getur þakkað fyrir í lífinu. Líf þitt er nú þegar fullt af gjöfum, þú þarft bara stundum aðstoð við það að koma auga á þær. View this post on Instagram A post shared by Erla Súsanna Þórisdóttir (@tofrakistan) Ráð í þakklætisskrifum Hér koma 10 ráð fyrir þakklætisskrifin: Taktu ákvörðun um að þú ætlir að skrifa í þakklætisbók nokkrum sinnum í viku. Ákveddu hvenær þú ætlar að skrifa. Best er að skrifa alltaf á sama tíma t.d. á kvöldin fyrir svefninn eða á morgnanna þegar þú færð þér fyrsta kaffibollann. Búðu þér til notalegan griðarstað fyrir skrifin t.d. í einu horni heimilisins eða við hlið rúmsins. Notaðu þakklætiskveikjur t.d. tónlist, ilmkjarnaolíur eða kertaljós en það getur ýtt undir skrifin. Þú getur líka sett áminningu í símann þinn eða skreytt heimilið með fallegri þakklætistilvitnun og haft á fjölförnum stað til að minna þig á. Skrifaðu um allar blessanir þínar, stórar sem smáar. Ef þig skortir hugmyndir þá getur verið nóg að líta í kringum þig og þakka fyrir allt sem augað fangar. Reyndu að auka fjölbreytnina dag frá degi og skrifaðu eitthvað nýtt í hvert skipti. Gott getur verið að líta yfir farinn veg og skoða það sem þú hefur skrifað til að minna þig á allt það góða sem er í lífi þínu. Deildu þakklætinu með öðrum og notaðu hvert tækifæri til að sýna þakklæti í orði og verki. Þú finnur fróðleik, innblástur og fleira skemmtilegt inn á miðlinum Töfrakistan á Instagram. Farðu vel með þig og hlúðu að þér í sumarfríinu. Geðheilbrigði Heilsa Jóga Tengdar fréttir Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Í sumar deilir hún einföldum og skemmtilegum verkefnum með lesendum Vísis sem miða að því að auka vellíðan í sumarfríinu. Gefum henni orðið: Dagbókarskrif er verkfæri sem ég nota daglega og er partur af minni sjálfsrækt. Þau skrif sem hafa orðið að daglegri venju hjá mér eru þakklætisskrif. Þakklæti hefur verið töluvert rannsakað innan jákvæðrar sálfræði. Sú nálgun sálfræðinnar einblínir á þá þætti sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og hópa og hvað fær þá til að blómstra. Þakklætið gerir okkur hamingjusöm Þegar við lítum á lífið í heild sinni, bæði hæðir og lægðir, þá hvetur þakklætið okkur til að líta á það sem gengur vel í lífinu. Talað er um að því þakklátari sem við erum því meira höfum við til að vera þakklát fyrir. Í sálfræðirannsóknum hefur komið í ljós að þakklæti hefur mest áhrif á hamingju einstaklinga. „Það er ekki hamingjan sem gerir okkur þakklát, það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“(Robert Steindl Rast). Gott að gera sér góða stund á meðan farið er yfir allt það fallega í lífinu.Aðsend Lífið er nú þegar fullt af gjöfum Sá fræðimaður innan jákvæðrar sálfræði sem hefur rannsakað þakklæti hvað mest er Dr. Robert A. Emmons. Í einni rannsókn kom í ljós að skrif í þakklætisdagbók jók hamingju þátttakenda um 25% ásamt því að hafa fleiri góð áhrif í för með sér eins og betri svefn og minni streitu. Það er því til mikils að vinna og um að gera að taka fram dagbókina strax í dag og byrja að skrifa hvað þú getur þakkað fyrir í lífinu. Líf þitt er nú þegar fullt af gjöfum, þú þarft bara stundum aðstoð við það að koma auga á þær. View this post on Instagram A post shared by Erla Súsanna Þórisdóttir (@tofrakistan) Ráð í þakklætisskrifum Hér koma 10 ráð fyrir þakklætisskrifin: Taktu ákvörðun um að þú ætlir að skrifa í þakklætisbók nokkrum sinnum í viku. Ákveddu hvenær þú ætlar að skrifa. Best er að skrifa alltaf á sama tíma t.d. á kvöldin fyrir svefninn eða á morgnanna þegar þú færð þér fyrsta kaffibollann. Búðu þér til notalegan griðarstað fyrir skrifin t.d. í einu horni heimilisins eða við hlið rúmsins. Notaðu þakklætiskveikjur t.d. tónlist, ilmkjarnaolíur eða kertaljós en það getur ýtt undir skrifin. Þú getur líka sett áminningu í símann þinn eða skreytt heimilið með fallegri þakklætistilvitnun og haft á fjölförnum stað til að minna þig á. Skrifaðu um allar blessanir þínar, stórar sem smáar. Ef þig skortir hugmyndir þá getur verið nóg að líta í kringum þig og þakka fyrir allt sem augað fangar. Reyndu að auka fjölbreytnina dag frá degi og skrifaðu eitthvað nýtt í hvert skipti. Gott getur verið að líta yfir farinn veg og skoða það sem þú hefur skrifað til að minna þig á allt það góða sem er í lífi þínu. Deildu þakklætinu með öðrum og notaðu hvert tækifæri til að sýna þakklæti í orði og verki. Þú finnur fróðleik, innblástur og fleira skemmtilegt inn á miðlinum Töfrakistan á Instagram. Farðu vel með þig og hlúðu að þér í sumarfríinu.
Geðheilbrigði Heilsa Jóga Tengdar fréttir Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31