„Vá, næst sjá þeir okkur kannski á bensínstöðinni“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 09:01 Erling Haaland í ísbaði á æfingu Manchester City. Getty/Matt McNulty Norski markaskorarinn Erling Haaland er mættur í enska boltann og það hefur óhjákvæmilega í för með sér meiri umfjöllun um hann í ensku götublöðunum. Pabbi hans gerði grín að fréttaflutningi The Sun í gær. Blaðamenn The Sun ákváðu að gera sér mat úr því að mynd náðist af Erling Haaland með Alfie pabba sínum í verslun Sainsbury að kaupa ýmsar vörur fyrir heimilið. Þeir fóru yfir það hvað hinn 21 árs gamli Haaland, sem Manchester City keypti frá Dortmund fyrir 51 milljón punda í sumar, og pabbi hans hefðu sett í innkaupakerruna. Þar á meðal var hraðsuðuketill, ruslafata, klósettpappír, skálar og flaska af tómatsósu. Alfie ákvað að skjóta á þennan fréttaflutning og skrifaði: „Vá, næst sjá þeir okkur kannski á bensínstöðinni. Dísel, bensín… 95, 98?“ Wow, next time they might see us at the petrol station. Diesel, petrol . 95, 98? https://t.co/iCo2FFNpWu— Alfie Haaland (@alfiehaaland) July 19, 2022 Þó að flestir hafi sjálfsagt lítinn áhuga á að vita hvaða vörur feðgarnir voru að versla þá er þess beðið með mikilli eftirvæntingu að sjá hvernig Erling Haaland reiðir af í ensku úrvalsdeildinni. Tímabilið hjá City hefst eftir tíu daga með leik við Liverpool um Samfélagsskjöldinn en fyrsti deildarleikur liðsins er svo gegn West Ham 7. ágúst. Áður en að þessum leikjum kemur mun Haaland væntanlega spila sínar fyrstu mínútur í City-treyjunni í vináttuleik gegn mexíkóska liðinu América í nótt eða gegn Bayern München á laugardagskvöld. Haaland skoraði 83 mörk í 87 leikjum fyrir Dortmund áður en hann skrifaði undir samning við City sem gildir til ársins 2027. Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Sjá meira
Blaðamenn The Sun ákváðu að gera sér mat úr því að mynd náðist af Erling Haaland með Alfie pabba sínum í verslun Sainsbury að kaupa ýmsar vörur fyrir heimilið. Þeir fóru yfir það hvað hinn 21 árs gamli Haaland, sem Manchester City keypti frá Dortmund fyrir 51 milljón punda í sumar, og pabbi hans hefðu sett í innkaupakerruna. Þar á meðal var hraðsuðuketill, ruslafata, klósettpappír, skálar og flaska af tómatsósu. Alfie ákvað að skjóta á þennan fréttaflutning og skrifaði: „Vá, næst sjá þeir okkur kannski á bensínstöðinni. Dísel, bensín… 95, 98?“ Wow, next time they might see us at the petrol station. Diesel, petrol . 95, 98? https://t.co/iCo2FFNpWu— Alfie Haaland (@alfiehaaland) July 19, 2022 Þó að flestir hafi sjálfsagt lítinn áhuga á að vita hvaða vörur feðgarnir voru að versla þá er þess beðið með mikilli eftirvæntingu að sjá hvernig Erling Haaland reiðir af í ensku úrvalsdeildinni. Tímabilið hjá City hefst eftir tíu daga með leik við Liverpool um Samfélagsskjöldinn en fyrsti deildarleikur liðsins er svo gegn West Ham 7. ágúst. Áður en að þessum leikjum kemur mun Haaland væntanlega spila sínar fyrstu mínútur í City-treyjunni í vináttuleik gegn mexíkóska liðinu América í nótt eða gegn Bayern München á laugardagskvöld. Haaland skoraði 83 mörk í 87 leikjum fyrir Dortmund áður en hann skrifaði undir samning við City sem gildir til ársins 2027.
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Sjá meira