Everton steinlá og Lampard varar liðið við annarri fallbaráttu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2022 12:31 Frank Lampard segir að leikmenn Everton þurfi að gera betur til að sleppa við aðra fallbaráttu. Brace Hemmelgarn/Everton FC via Getty Images Undibúningstímabil enska úrvalsdeildarliðsins Everton fer ekki vel af stað, en liðið steinlá 4-0 er þeir bláklæddu heimsóttu Minnesota United í Bandaríkjunum í nótt. Frank Lampard, þjálfari Everton, varaði leikmenn liðsins við annarri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Everton bjargaði sér endanlega frá falli á seinustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri gegn Crystal Palace í næst seinustu umferð deildarinnar. Dominic Calwert-Lewin skoraði sigurmark liðsins á 85. mínútu eftir að Crystal Palace hafði komist í 0-2 í fyrri hálfleik. Eins og áður segir tapaði liðið 4-0 gegn Minnesota United í nótt, en Everton hefur þá tapað báðum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Everton mátti þola 2-0 tap gegn Arsenal í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili. NEWS | Frank Lampard has warned that #EFC could face another relegation battle after the club lost 4-0 to MLS side Minnesota United in pre-season.More from @jwhitey98 https://t.co/oGZat1SfZR— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 21, 2022 Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir tapið í nótt. Hann sagði að bæði hann og leikmenn liðsins þyrftu að gera betur til að forðast aðra fallbaráttu. „Leikmenn liðsins verða að skilja að við vorum í fallbaráttu stóran hluta seinasta tímabils,“ sagði Lampard. „Við áttum frábært kvöld [á móti Crystal Palace] og náðum í frábær úrslit sem voru söguleg fyrir félagið. En um leið og það var búið þá lagði ég það til hliðar og leikmennirnir verða að gera það líka.“ „Við vorum í þessari baráttu af ástæðu og ef við viljum ekki lenda í sömu stöðu aftur þá þurfa leikmennirnir að gera betur. Ég þarf að gera betur.“ „Það er mikið sem við þurfum að pæla í og það er mikil vinna framundan,“ sagði Lampard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
Everton bjargaði sér endanlega frá falli á seinustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri gegn Crystal Palace í næst seinustu umferð deildarinnar. Dominic Calwert-Lewin skoraði sigurmark liðsins á 85. mínútu eftir að Crystal Palace hafði komist í 0-2 í fyrri hálfleik. Eins og áður segir tapaði liðið 4-0 gegn Minnesota United í nótt, en Everton hefur þá tapað báðum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Everton mátti þola 2-0 tap gegn Arsenal í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili. NEWS | Frank Lampard has warned that #EFC could face another relegation battle after the club lost 4-0 to MLS side Minnesota United in pre-season.More from @jwhitey98 https://t.co/oGZat1SfZR— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 21, 2022 Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir tapið í nótt. Hann sagði að bæði hann og leikmenn liðsins þyrftu að gera betur til að forðast aðra fallbaráttu. „Leikmenn liðsins verða að skilja að við vorum í fallbaráttu stóran hluta seinasta tímabils,“ sagði Lampard. „Við áttum frábært kvöld [á móti Crystal Palace] og náðum í frábær úrslit sem voru söguleg fyrir félagið. En um leið og það var búið þá lagði ég það til hliðar og leikmennirnir verða að gera það líka.“ „Við vorum í þessari baráttu af ástæðu og ef við viljum ekki lenda í sömu stöðu aftur þá þurfa leikmennirnir að gera betur. Ég þarf að gera betur.“ „Það er mikið sem við þurfum að pæla í og það er mikil vinna framundan,“ sagði Lampard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira