Skilaði Nauer veskinu sínu en er ósáttur við fundarlaunin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2022 11:31 Manuel Neuer er sakaður um nísku. Alex Gottschalk/DeFodi Images via Getty Images Leigubílstjóri sem keyrði 120 kílómetra til að skila Manuel Neuer, markverði Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, er ósáttur við að hafa aðeins fengið treyju að launum fyrir ómakið. Leigubílstjórinn keyrði Neuer og vin hans af æfingasvæði Bayern og að íbúðarhúsnæði í Lehel hverfinu í München. Leiðin var stutt, en þegar hann skilaði þeim félögum af sér hélt hann vinnudegi sínum áfram. Þegar bílstjórinn var að taka til í bílnum eftir vinnudaginn tók hann hins vegar eftir því að Neuer hafði gleymt veskinu sínu í bílnum. Í veskinu voru kort með nafni og heimilisfani markvarðarins, ásamt um það bil 800 evrum í seðlum, en það samsvarar rúmlega 110 þúsund krónum. Bilstjórinn segist þá hafa keyrt um 120 kílómetra til að skila veskinu og að hann hafi eytt um 400 evrum í ferðalagið. Hann kom veskinu loks í hendur réttra aðila og hélt heim á leið. Hann segist þó hafa orðið ansi vonsvikinn þegar honum barst pakki í pósti sem innihélt eina Bayern München treyju. Með treyjunni fylgdu engin skilaboð og bílstjórinn sakar Neuer um nísku. „Fundarlaunin eru grín,“ sagði maðurinn í samtali við Sky Germany. „Ég á fjögur börn. Ég hef ekkert að gera með þessa treyju.“ A taxi driver who drove 120KM to give Manuel Neuer his lost wallet back is disappointed after Neuer gave him a single jersey in return. pic.twitter.com/YpRpqMfzF4— Footy Accumulators (@FootyAccums) July 21, 2022 Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Leigubílstjórinn keyrði Neuer og vin hans af æfingasvæði Bayern og að íbúðarhúsnæði í Lehel hverfinu í München. Leiðin var stutt, en þegar hann skilaði þeim félögum af sér hélt hann vinnudegi sínum áfram. Þegar bílstjórinn var að taka til í bílnum eftir vinnudaginn tók hann hins vegar eftir því að Neuer hafði gleymt veskinu sínu í bílnum. Í veskinu voru kort með nafni og heimilisfani markvarðarins, ásamt um það bil 800 evrum í seðlum, en það samsvarar rúmlega 110 þúsund krónum. Bilstjórinn segist þá hafa keyrt um 120 kílómetra til að skila veskinu og að hann hafi eytt um 400 evrum í ferðalagið. Hann kom veskinu loks í hendur réttra aðila og hélt heim á leið. Hann segist þó hafa orðið ansi vonsvikinn þegar honum barst pakki í pósti sem innihélt eina Bayern München treyju. Með treyjunni fylgdu engin skilaboð og bílstjórinn sakar Neuer um nísku. „Fundarlaunin eru grín,“ sagði maðurinn í samtali við Sky Germany. „Ég á fjögur börn. Ég hef ekkert að gera með þessa treyju.“ A taxi driver who drove 120KM to give Manuel Neuer his lost wallet back is disappointed after Neuer gave him a single jersey in return. pic.twitter.com/YpRpqMfzF4— Footy Accumulators (@FootyAccums) July 21, 2022
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira