Bætti treyjusölumet Ronaldo Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 17:15 Miklar vonir eru bundnar við Paulo Dybala í ítölsku höfuðborginni. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Skipti Paulo Dybala frá Juventus til Roma virðast hafa kveikt vel í stuðningsmönnum liðsins frá höfuðborginni. Aldrei hafa fleiri treyjur selst á einum degi á Ítalíu og þegar hann samdi við Roma. Samningur hins 28 ára gamla Dybala við Juventus, hvar hann hefur verið í sjö ár, rann út þann 30. júní. Ljóst var að hann myndi ekki framlengja við liðið og Roma stökk á tækifærið til að krækja í Dybala frítt. Miklar vonir voru bundnar við Argentínumanninn þegar hann var keyptur á 40 milljónir evra frá Palermo árið 2015 en hann hefur átt tímana tvenna í Tórínó, þar sem tíð stjóraskipti allra síðustu ár hafa ef til vill sett strik í reikninginn. Besta leiktíð hans var 2017-18 þar sem hann skoraði 22 mörk í ítölsku A-deildinni. Síðustu fjórar leiktíðir síðan hafa verið magrari hvað markaskorun varðar en fáum dyljast hæfileikar mannsins. Stuðningsmenn Roma eru þar á meðal en gríðarleg spenna virðist hafa gripið um sig fyrir komu Dybala til félagsins. Búast má við að sjá marga í Rómarborg í treyju merkta með 21 í vetur.Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Félagið seldi flestar treyjur á einum degi sem nokkurt ítalskt lið hefur gert áður. Þar með bætir Roma met Juventus sem græddi tugi milljóna evra á einum sólarhring þegar Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins frá Real Madrid sumarið 2018. Roma lenti í 6. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra á sinni fyrstu leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Liðið vann þá Sambandsdeild Evrópu og mun því leika í Evrópudeildinni í ár. Dybala er einn fjögurra leikmanna sem liðið hefur keypt, ásamt Serbunum Nemanja Matic og Mile Svilar, auk Tyrkjans Zeki Celik sem kom frá Lille í Frakklandi. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Samningur hins 28 ára gamla Dybala við Juventus, hvar hann hefur verið í sjö ár, rann út þann 30. júní. Ljóst var að hann myndi ekki framlengja við liðið og Roma stökk á tækifærið til að krækja í Dybala frítt. Miklar vonir voru bundnar við Argentínumanninn þegar hann var keyptur á 40 milljónir evra frá Palermo árið 2015 en hann hefur átt tímana tvenna í Tórínó, þar sem tíð stjóraskipti allra síðustu ár hafa ef til vill sett strik í reikninginn. Besta leiktíð hans var 2017-18 þar sem hann skoraði 22 mörk í ítölsku A-deildinni. Síðustu fjórar leiktíðir síðan hafa verið magrari hvað markaskorun varðar en fáum dyljast hæfileikar mannsins. Stuðningsmenn Roma eru þar á meðal en gríðarleg spenna virðist hafa gripið um sig fyrir komu Dybala til félagsins. Búast má við að sjá marga í Rómarborg í treyju merkta með 21 í vetur.Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Félagið seldi flestar treyjur á einum degi sem nokkurt ítalskt lið hefur gert áður. Þar með bætir Roma met Juventus sem græddi tugi milljóna evra á einum sólarhring þegar Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins frá Real Madrid sumarið 2018. Roma lenti í 6. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra á sinni fyrstu leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Liðið vann þá Sambandsdeild Evrópu og mun því leika í Evrópudeildinni í ár. Dybala er einn fjögurra leikmanna sem liðið hefur keypt, ásamt Serbunum Nemanja Matic og Mile Svilar, auk Tyrkjans Zeki Celik sem kom frá Lille í Frakklandi. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira