Joni Mitchell kom fram á tónlistarhátíð Elísabet Hanna skrifar 25. júlí 2022 17:02 Joni Mitchell kom gestum hátíðarinnar skemmtilega á óvart. Getty/Douglas Mason Tónlistargoðsögnin Joni Mitchell kom gestum Newport Folk tónlistarhátíðarinnar skemmtilega á óvart um helgina þegar hún kom fram ásamt Brandi Carlile og Marcus Mumford. Þetta var í fyrsta skipti í tuttugu ár sem hún kemur fram og spilar heila tónleika. Joni söng meðal annars lögin sín Both Sides Now og A Case Of You á hátíðinni. Hún hefur verið að fást við heilsufarsleg vandamál og fékk slagæðagúlp í heilann árið 2015. Í viðtali við CBS segist hún hafa óttast það, fyrst eftir aðgerðina sem hún undirgekkst, að geta ekki sungið lögin sín aftur en hún líkir endurhæfingunni sem hún hefur verið að fara í gegnum við barn sem er að læra frá grunni. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) Þurfti að læra margt frá grunni Í kjölfarið missti hún einnig hæfileikann til þess að spila á gítar og þurfti að læra það aftur og segist enn vera að ná því almennilega: „Ég er að skoða myndbönd sem eru á netinu til þess að sjá hvar ég set fingurna. Það er ótrúlegt hvað slagæðagúlpur strokar út: Hvernig á að fara úr stólnum! Þú veist ekki hvernig á að fara fram úr rúminu lengur,“ sagði hún í viðtalinu. Það var því stór stund þegar hún tók gítarsólóið úr laginu Just Like This Train á hátíðinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4aqGjaFDTxQ">watch on YouTube</a> Kom síðast fram á hátíðinni 1969 Joni hefur sungið sig inn í hug og hjörtu manna sem söngkona og lagasmiður síðan 1964. Hún kom fyrst fram á Newport Folk hátíðinni þegar hún var aðeins tuttugu og þriggja ára gömul árið 1967 en síðast kom hún fram á hátíðinni árið 1969. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) „Joni Jams“ Sviðið var sett upp eins og stofan heima hjá Joni í Kaliforníu þar sem söngkonan hefur á bataferli sínu verið gestgjafi „Joni Jams" ásamt öðrum tónlistarmönnum undanfarin ár. „Hún vildi bara sitja þarna og drekka vínið sitt og hlusta. En sú varð ekki raunin, hún byrjaði að syngja og svo fór hún að spila," sagði Brandi Carlile um upphaf Joni Jams sem hún færði á svið hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) Tónlist Tengdar fréttir Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Joni Mitchell talin ná fullum bata: „Hefur ekki gefist upp“ Talsmaður hennar segir söngvaskáldið með meðvitund. 29. apríl 2015 13:10 Joni Mitchell á gjörgæslu Fjölskylda Mitchells hvetur aðdáendur hennar til að kveikja á kerti og syngja eins og eitt lag. 1. apríl 2015 07:18 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira
Joni söng meðal annars lögin sín Both Sides Now og A Case Of You á hátíðinni. Hún hefur verið að fást við heilsufarsleg vandamál og fékk slagæðagúlp í heilann árið 2015. Í viðtali við CBS segist hún hafa óttast það, fyrst eftir aðgerðina sem hún undirgekkst, að geta ekki sungið lögin sín aftur en hún líkir endurhæfingunni sem hún hefur verið að fara í gegnum við barn sem er að læra frá grunni. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) Þurfti að læra margt frá grunni Í kjölfarið missti hún einnig hæfileikann til þess að spila á gítar og þurfti að læra það aftur og segist enn vera að ná því almennilega: „Ég er að skoða myndbönd sem eru á netinu til þess að sjá hvar ég set fingurna. Það er ótrúlegt hvað slagæðagúlpur strokar út: Hvernig á að fara úr stólnum! Þú veist ekki hvernig á að fara fram úr rúminu lengur,“ sagði hún í viðtalinu. Það var því stór stund þegar hún tók gítarsólóið úr laginu Just Like This Train á hátíðinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4aqGjaFDTxQ">watch on YouTube</a> Kom síðast fram á hátíðinni 1969 Joni hefur sungið sig inn í hug og hjörtu manna sem söngkona og lagasmiður síðan 1964. Hún kom fyrst fram á Newport Folk hátíðinni þegar hún var aðeins tuttugu og þriggja ára gömul árið 1967 en síðast kom hún fram á hátíðinni árið 1969. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) „Joni Jams“ Sviðið var sett upp eins og stofan heima hjá Joni í Kaliforníu þar sem söngkonan hefur á bataferli sínu verið gestgjafi „Joni Jams" ásamt öðrum tónlistarmönnum undanfarin ár. „Hún vildi bara sitja þarna og drekka vínið sitt og hlusta. En sú varð ekki raunin, hún byrjaði að syngja og svo fór hún að spila," sagði Brandi Carlile um upphaf Joni Jams sem hún færði á svið hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell)
Tónlist Tengdar fréttir Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Joni Mitchell talin ná fullum bata: „Hefur ekki gefist upp“ Talsmaður hennar segir söngvaskáldið með meðvitund. 29. apríl 2015 13:10 Joni Mitchell á gjörgæslu Fjölskylda Mitchells hvetur aðdáendur hennar til að kveikja á kerti og syngja eins og eitt lag. 1. apríl 2015 07:18 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira
Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07
Joni Mitchell talin ná fullum bata: „Hefur ekki gefist upp“ Talsmaður hennar segir söngvaskáldið með meðvitund. 29. apríl 2015 13:10
Joni Mitchell á gjörgæslu Fjölskylda Mitchells hvetur aðdáendur hennar til að kveikja á kerti og syngja eins og eitt lag. 1. apríl 2015 07:18