Fór út í atvinnumennsku en fékk aldrei leikheimild | Komin aftur heim í Keflavík Atli Arason skrifar 27. júlí 2022 23:01 Marín í leik með Keflavík Víkurfréttir Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Keflavík á nýjan leik eftir stutt stopp hjá Hellas Verona á Ítalíu. Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira