Arsenal skoraði sex á Sevilla á meðan Man Utd tapaði fyrir Atletico Arnar Geir Halldórsson skrifar 30. júlí 2022 14:15 Gabriel Jesus virðist vera klár í slaginn! vísir/Getty Ensku liðin eru í lokaundirbúningi sínum áður en flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Tvö af stærstu liðum Englands voru að ljúka æfingaleikjum gegn tveimur af stærstu liðum Spánar þar sem Man Utd mætti Atletico Madrid á meðan Arsenal lék gegn Sevilla. Þetta var síðasti æfingaleikur Arsenal áður en þeir mæta Crystal Palace í opnunarleik úrvalsdeildarinnar næstkomandi föstudag og lærisveinar Mikel Arteta héldu uppteknum hætti eftir að hafa farið létt með Chelsea á dögunum, 4-0. Arsenal hreinlega valtaði yfir Sevilla í dag þar sem Gabriel Jesus og Bukayo Saka sáu um að ná 4-0 forystu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Aðeins róaðist í síðari hálfleik en Jesus fullkomnaði þó þrennu sína á 77.mínútu og kom Arsenal í 5-0. Eddie Nketiah rak svo síðasta naglann í kistu Sevilla á 88.mínútu og innsiglaði 6-0 sigur Arsenal. 10' Saka 13' Jesus 15' Jesus 19' Saka Arsenal are already up 4-0 vs. Sevilla in the Emirates Cup pic.twitter.com/04zBq0vFEB— B/R Football (@brfootball) July 30, 2022 Það var ekki sama fjörið í leik Man Utd og Atletico sem leikinn var í Osló. Þar gerði Joao Felix eina mark leiksins á 86.mínútu og tryggði Atletico 1-0 sigur. Skömmu síðar fékk brasilíski miðjumaðurinn Fred að líta rauða spjaldið. Erik Ten Hag gerði aðeins þrjár skiptingar í leiknum en Christian Eriksen lék sinn fyrsta leik í búningi Man Utd þegar hann kom inná fyrir Anthony Martial í síðari hálfleik. Man Utd leikur æfingaleik gegn Rayo Vallecano á Old Trafford á morgun. Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Tvö af stærstu liðum Englands voru að ljúka æfingaleikjum gegn tveimur af stærstu liðum Spánar þar sem Man Utd mætti Atletico Madrid á meðan Arsenal lék gegn Sevilla. Þetta var síðasti æfingaleikur Arsenal áður en þeir mæta Crystal Palace í opnunarleik úrvalsdeildarinnar næstkomandi föstudag og lærisveinar Mikel Arteta héldu uppteknum hætti eftir að hafa farið létt með Chelsea á dögunum, 4-0. Arsenal hreinlega valtaði yfir Sevilla í dag þar sem Gabriel Jesus og Bukayo Saka sáu um að ná 4-0 forystu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Aðeins róaðist í síðari hálfleik en Jesus fullkomnaði þó þrennu sína á 77.mínútu og kom Arsenal í 5-0. Eddie Nketiah rak svo síðasta naglann í kistu Sevilla á 88.mínútu og innsiglaði 6-0 sigur Arsenal. 10' Saka 13' Jesus 15' Jesus 19' Saka Arsenal are already up 4-0 vs. Sevilla in the Emirates Cup pic.twitter.com/04zBq0vFEB— B/R Football (@brfootball) July 30, 2022 Það var ekki sama fjörið í leik Man Utd og Atletico sem leikinn var í Osló. Þar gerði Joao Felix eina mark leiksins á 86.mínútu og tryggði Atletico 1-0 sigur. Skömmu síðar fékk brasilíski miðjumaðurinn Fred að líta rauða spjaldið. Erik Ten Hag gerði aðeins þrjár skiptingar í leiknum en Christian Eriksen lék sinn fyrsta leik í búningi Man Utd þegar hann kom inná fyrir Anthony Martial í síðari hálfleik. Man Utd leikur æfingaleik gegn Rayo Vallecano á Old Trafford á morgun.
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira