Fín veiði við Ölfusárós Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2022 12:07 Sjóbirtingur Við Ölfusásós hefur verið fín veiði og þá sérstaklega vestanmegin á svæðinu sem er venjulega kennt við Hraun í Ölfusi. Þarna fer í gegn allur sá, lax, sjóbirtingur og sjóbleikja sem gengur svo í hliðarárnar á þessu víðfeðma vatnasvæði en þeir sem þekkja þetta svæði hafa verið að veiða fínt síðustu daga. Það sem vekur athygli er að fluguveiði er að aukast en áður fyrr voru veiðimenn eiginlega aðeins að nota beitu og spún. Núna er hins vegar mikið veitt á flugu og það er ekki að heyra annað en að það beri góðann árangur. Þarna þarf að koma á fjöru og veiða þangað til það fer að falla frá aftur. Mesta veiðivonin er yfirleitt tvo tíma fyrir háflóð og á liggjandanum en það er líka vel hægt að veiða þegar það byrjar að falla frá. Mest hefur verið að veiðast af sjóbirting en nokkrir laxar hafa líka verið að koma á land og eftir því sem við höfum eftir okkar heimildarmanni hafa þeir flestir verið að veiðast á flugu en líka á spún. Framundan er sá tími sem sjóbirtingurinn fer að ganga inn af mestum krafti og það má nefna að besti tíminn þykir yfirleitt þegar aðfallið og flóð er seint á kvöldin. Stangveiði Ölfus Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Ein öflugasta flugan í göngulax Veiði
Þarna fer í gegn allur sá, lax, sjóbirtingur og sjóbleikja sem gengur svo í hliðarárnar á þessu víðfeðma vatnasvæði en þeir sem þekkja þetta svæði hafa verið að veiða fínt síðustu daga. Það sem vekur athygli er að fluguveiði er að aukast en áður fyrr voru veiðimenn eiginlega aðeins að nota beitu og spún. Núna er hins vegar mikið veitt á flugu og það er ekki að heyra annað en að það beri góðann árangur. Þarna þarf að koma á fjöru og veiða þangað til það fer að falla frá aftur. Mesta veiðivonin er yfirleitt tvo tíma fyrir háflóð og á liggjandanum en það er líka vel hægt að veiða þegar það byrjar að falla frá. Mest hefur verið að veiðast af sjóbirting en nokkrir laxar hafa líka verið að koma á land og eftir því sem við höfum eftir okkar heimildarmanni hafa þeir flestir verið að veiðast á flugu en líka á spún. Framundan er sá tími sem sjóbirtingurinn fer að ganga inn af mestum krafti og það má nefna að besti tíminn þykir yfirleitt þegar aðfallið og flóð er seint á kvöldin.
Stangveiði Ölfus Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Ein öflugasta flugan í göngulax Veiði