Sænskt C-deildarlið telur að það hafi sett nýtt heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 11:00 Leikmenn sænska knattspyrnufélagsins Torns IF fagna marki. Instagram/@tornsif Sænska knattspyrnufélagið Torns IF, spilar í sænsku C-deildinni en heldur því engu að síður fram að það hafi sett heimsmet. Félagið er þó ekki búið að hafa samband við Guinness Book of Records. Heimsmetið sem þetta litla félag af Skáni í Suður-Svíþjóð montar sig af þessa dagana er fjöldi marka sem leikmenn liðsins hafa skorað á eigin vallarhelmingi. Það eru fjögur ár síðan Torns komst fyrst upp í sænsku C-deildina og á þessum tíma hefur liðið skorað fjórum sinnum með skoti fyrir aftan miðlínuna. Síðasta markið kom um helgina þegar Amin Al-Hamawi skoraði fyrir aftan miðju í 4-1 sigri á Qviding. Eftir leikinn birti Torns IF þetta myndband hér fyrir neðan á Twitter síðu sinni og sagðist þar hafa uppfært heimsmetsmyndband sitt. Efter Amins långskott mot Qviding har vi uppdaterat vår världsrekordfilm. Håll till godo! pic.twitter.com/M0cRAfeSU1— Torns IF (@TornsIF1965) August 7, 2022 Fyrsta mark félagsins á fyrsta tímabili þess í sænsku C-deildinni var skot úr aukaspyrnu af sjötíu metra færi. „Einu sinni er tilviljun, tvisvar ... kannski en ekki þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er það kannski engin tilviljun lengur. Einn leikmann okkar sagði við Amin í hálfleik að markvörðurinn þeirra færi mikið úr markinu og hann ætti að hafa auga fyrir því,“ sagði Richard Ringhov, þjálfari liðsins við Aftonbladet. „Við settum fram áskorun á önnur félög á Twitter til að segja frá öðru eins markaskori fyrir aftan miðju en enginn hefur svarað. Við vonumst til að vera eina félagið sem hefur afrekað svona. Það er alltaf gaman að vera einstakur í einhverju,“ sagði Ringhov. „Ég bað Twitter fólkið okkar að hafa samband við Guinness Book of Records. Kannski á þetta skilið að fara þangað inn og það væri frábært,“ sagði Ringhov. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Heimsmetið sem þetta litla félag af Skáni í Suður-Svíþjóð montar sig af þessa dagana er fjöldi marka sem leikmenn liðsins hafa skorað á eigin vallarhelmingi. Það eru fjögur ár síðan Torns komst fyrst upp í sænsku C-deildina og á þessum tíma hefur liðið skorað fjórum sinnum með skoti fyrir aftan miðlínuna. Síðasta markið kom um helgina þegar Amin Al-Hamawi skoraði fyrir aftan miðju í 4-1 sigri á Qviding. Eftir leikinn birti Torns IF þetta myndband hér fyrir neðan á Twitter síðu sinni og sagðist þar hafa uppfært heimsmetsmyndband sitt. Efter Amins långskott mot Qviding har vi uppdaterat vår världsrekordfilm. Håll till godo! pic.twitter.com/M0cRAfeSU1— Torns IF (@TornsIF1965) August 7, 2022 Fyrsta mark félagsins á fyrsta tímabili þess í sænsku C-deildinni var skot úr aukaspyrnu af sjötíu metra færi. „Einu sinni er tilviljun, tvisvar ... kannski en ekki þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er það kannski engin tilviljun lengur. Einn leikmann okkar sagði við Amin í hálfleik að markvörðurinn þeirra færi mikið úr markinu og hann ætti að hafa auga fyrir því,“ sagði Richard Ringhov, þjálfari liðsins við Aftonbladet. „Við settum fram áskorun á önnur félög á Twitter til að segja frá öðru eins markaskori fyrir aftan miðju en enginn hefur svarað. Við vonumst til að vera eina félagið sem hefur afrekað svona. Það er alltaf gaman að vera einstakur í einhverju,“ sagði Ringhov. „Ég bað Twitter fólkið okkar að hafa samband við Guinness Book of Records. Kannski á þetta skilið að fara þangað inn og það væri frábært,“ sagði Ringhov.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira