Man United hætt við að fá Arnautović eftir áhyggjur stuðningsfólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 13:02 Andrea Cambiaso fær að heyra það frá Marko Arnautovic í vináttuleik á dögunum. Marcel ter Bals/Getty Images Í gær fóru þær fréttir á kreik að Manchester United vildi fá Marko Arnautović í sínar raðir. Það virðist sem sá áhugi hafi kólnað hratt þökk sé áhyggjum stuðningsfólks Man United sem og verðmiða leikmannsins. Hinn 33 ára gamli Arnautović leikur í dag með Bologna á Ítalíu. Félagið neitaði tilboði Man United upp á 8 milljónir evra um helgina samkvæmt frétt The Athletic. Enska félagið fékk þau skilaboð að leikmaðurinn væri ekki til sölu en svo virðist sem skoðanir stuðningsfólks Man Utd hafi haft meiri áhrif heldur en hár verðmiði. Leikmaðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki um árabil og var til að mynda ásakaður um kynþáttaníð er hann lék með FC Twente í Hollandi árið 2009. Arnautović lék með West Ham United og Stoke City á Englandi á sínum tíma, er hann var á mála hjá Hömrunum var hann talinn sýna kvennaliði félagsins mikla óvirðingu, meðal annars með því að trufla æfingar þess. Ofan á það var hann fundinn sekur um fordóma í garð Albaníu er hann lék með Austurríki gegn Norður-Makedóníu á EM sem fram fór sumarið 2021. Var hann í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Manchester United have pulled out of a move for Marko Arnautovic, The Athletic understands... #MUFCMore from @lauriewhitwellhttps://t.co/E5ciQdIkcH— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 9, 2022 Man United heldur úti strangri stefnu er kemur að kynþáttahatri-, níði og fordómum almennt. Að festa kaup á Arnautovićhefðu verið gegn þeirri stefnu og sendi fjöldi stuðningsfólks Man Utd framkvæmdastjóra félagsins, Richard Arnold, tölvupóst þess efnis. Man Utd er þó enn á höttunum á eftir franska miðjumanninum Adrien Rabiot. Félagið hefur verið á eftir honum í allt sumar og er ekki talið að koma hans hafi áhrif á áhuga félagsins á Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona. Hinn 27 ára gamli Rabiot, sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við Juventus, myndi kosta Man United 15 til 20 milljónir punda og þá er vitað að hann vill fá sömu laun í Manchester og á Ítalíu eða um 200 þúsund pund á viku. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Arnautović leikur í dag með Bologna á Ítalíu. Félagið neitaði tilboði Man United upp á 8 milljónir evra um helgina samkvæmt frétt The Athletic. Enska félagið fékk þau skilaboð að leikmaðurinn væri ekki til sölu en svo virðist sem skoðanir stuðningsfólks Man Utd hafi haft meiri áhrif heldur en hár verðmiði. Leikmaðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki um árabil og var til að mynda ásakaður um kynþáttaníð er hann lék með FC Twente í Hollandi árið 2009. Arnautović lék með West Ham United og Stoke City á Englandi á sínum tíma, er hann var á mála hjá Hömrunum var hann talinn sýna kvennaliði félagsins mikla óvirðingu, meðal annars með því að trufla æfingar þess. Ofan á það var hann fundinn sekur um fordóma í garð Albaníu er hann lék með Austurríki gegn Norður-Makedóníu á EM sem fram fór sumarið 2021. Var hann í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Manchester United have pulled out of a move for Marko Arnautovic, The Athletic understands... #MUFCMore from @lauriewhitwellhttps://t.co/E5ciQdIkcH— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 9, 2022 Man United heldur úti strangri stefnu er kemur að kynþáttahatri-, níði og fordómum almennt. Að festa kaup á Arnautovićhefðu verið gegn þeirri stefnu og sendi fjöldi stuðningsfólks Man Utd framkvæmdastjóra félagsins, Richard Arnold, tölvupóst þess efnis. Man Utd er þó enn á höttunum á eftir franska miðjumanninum Adrien Rabiot. Félagið hefur verið á eftir honum í allt sumar og er ekki talið að koma hans hafi áhrif á áhuga félagsins á Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona. Hinn 27 ára gamli Rabiot, sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við Juventus, myndi kosta Man United 15 til 20 milljónir punda og þá er vitað að hann vill fá sömu laun í Manchester og á Ítalíu eða um 200 þúsund pund á viku.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira