„Villandi framsetning og illa unnið“ Snorri Másson skrifar 9. ágúst 2022 22:59 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir Alþýðusambandið ekki fallast á niðurstöður greinargerða sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem því var haldið fram að svigrúm til launahækkana væri lítið í haust. Vísir/Einar Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Á almennum markaði losna kjarasamningar í nóvember og umræðan í aðdraganda viðræðna er tekin að þyngjast. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira