Þjálfari Senegal svarar hinum umdeilda forseta Napoli: „Erum ekki að berjast við félögin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 23:01 Aliou Cisse (til vinstri), þjálfari Senegal. EPA-EFE/KHALED ELFIQI Aurelio De Laurentiis, hinn umdeildi forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napoli, er hættur að kaupa afríska leikmenn nema þeir uppfylli eitt skilyrði. Þeir mega ekki spila á Afríkumótinu. Þetta telur Aliou Cisse, þjálfari Senegal, gjörsamlega fráleitt. Laurentiis opinberaði skoðun sína fyrir skemmstu eftir að Napoli hafði selt miðvörðinn Kalidou Koulibaly, fyrirliða Senegal, til Chelsea. Cisse ræddi við breska ríkisútvarpið, BBC, um málið og segir umræðuna vera á villigötum. Hann tók Suður-Ameríku sem dæmi en það segir enginn orð er leikmaður er valinn í brasilíska landsliðið. „Afríkukeppnin er mikilvæg, ekki aðeins fyrir þjóð okkar heldur er hún er mikilvæg fyrir heimsálfuna Afríku. Leikmaður getur spilað fyrir tólf lið en við höfum aðeins eitt landslið,“ hóf Cisse á að segja. Þjálfarinn tók einnig fram að aldrei myndu leikmenn taka félagslið fram yfir þjóð sína, sama hvað Aruelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur að segja um málið. „Ef leikmenn Senegal, líka þeir sem spila í Evrópu, eru samkeppnishæfir þá kemur til greina að velja þá í landslið Senegal fyrir Afríkukeppnina.“ „Þegar Brasilía þarf á leikmanni að halda þá er engin umræða, hann spilar. Við erum fimm klukkustundum frá Evrópu á meðan sumar þjóðir í Suður-Ameríku eru 17 eða 18 tímum frá Evrópu. Það er samt engin umræða um það. Af hverju ætti umræðan aðeins að vera til staðar þegar kemur að leikmönnum frá Afríku?“ 'Clubs will never be above our flag and our national teams' Senegal coach Aliou Cisse has 'challenged' Napoli not to buy African players following the comments by its owner saying he didn't want African players who would take part in Afcon. https://t.co/fDnj4dfFV5 pic.twitter.com/fHz1KWjxnH— BBC News Africa (@BBCAfrica) August 9, 2022 Cisse segir það einfaldlega ekki standast rökhugsun að Senegal mæti til leiks í Afríkukeppnina án sinna bestu leikmanna. „Félög ættu hins vegar að ræða og deila hugmyndum til að finna sem besta lausn á þessu, fyrir bæði félagsliðin og landsliðin. Við erum ekki að berjast við félögin. Ég hef verið hér í sjö ár og hef alltaf reynt að eiga í góðum samskiptum við félagslið leikmanna,“ sagði Cisse að endingu. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Laurentiis opinberaði skoðun sína fyrir skemmstu eftir að Napoli hafði selt miðvörðinn Kalidou Koulibaly, fyrirliða Senegal, til Chelsea. Cisse ræddi við breska ríkisútvarpið, BBC, um málið og segir umræðuna vera á villigötum. Hann tók Suður-Ameríku sem dæmi en það segir enginn orð er leikmaður er valinn í brasilíska landsliðið. „Afríkukeppnin er mikilvæg, ekki aðeins fyrir þjóð okkar heldur er hún er mikilvæg fyrir heimsálfuna Afríku. Leikmaður getur spilað fyrir tólf lið en við höfum aðeins eitt landslið,“ hóf Cisse á að segja. Þjálfarinn tók einnig fram að aldrei myndu leikmenn taka félagslið fram yfir þjóð sína, sama hvað Aruelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur að segja um málið. „Ef leikmenn Senegal, líka þeir sem spila í Evrópu, eru samkeppnishæfir þá kemur til greina að velja þá í landslið Senegal fyrir Afríkukeppnina.“ „Þegar Brasilía þarf á leikmanni að halda þá er engin umræða, hann spilar. Við erum fimm klukkustundum frá Evrópu á meðan sumar þjóðir í Suður-Ameríku eru 17 eða 18 tímum frá Evrópu. Það er samt engin umræða um það. Af hverju ætti umræðan aðeins að vera til staðar þegar kemur að leikmönnum frá Afríku?“ 'Clubs will never be above our flag and our national teams' Senegal coach Aliou Cisse has 'challenged' Napoli not to buy African players following the comments by its owner saying he didn't want African players who would take part in Afcon. https://t.co/fDnj4dfFV5 pic.twitter.com/fHz1KWjxnH— BBC News Africa (@BBCAfrica) August 9, 2022 Cisse segir það einfaldlega ekki standast rökhugsun að Senegal mæti til leiks í Afríkukeppnina án sinna bestu leikmanna. „Félög ættu hins vegar að ræða og deila hugmyndum til að finna sem besta lausn á þessu, fyrir bæði félagsliðin og landsliðin. Við erum ekki að berjast við félögin. Ég hef verið hér í sjö ár og hef alltaf reynt að eiga í góðum samskiptum við félagslið leikmanna,“ sagði Cisse að endingu.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira