Þriðja sinn sem sami þjálfari er rekinn rétt fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 14:31 Vahid Halilhodzic þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í Katar. EPA-EFE/NOUSHAD THEKKAYIL Vahid Halilhodzic var látinn fara í gær sem landsliðsþjálfari Marokkó en aðeins þrír mánuðir eru í að landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í Katar. Það sem er furðulegast við þessa uppsögn er að þetta er í þriðja sinn á þjálfaraferlinum sem Halilhodzic missir landsliðsþjálfarastarf rétt fyrir heimsmeistaramót.' OFFICIEL : Vahid Halilhod i est limogé de son poste de sélectionneur du Maroc ! 3e fois qu il qualifie une nation en Coupe du Monde et qu il ne dirigera pas son équipe au Mondial. pic.twitter.com/Z2j00g24e3— Actu Foot Afrique (@ActuFootAfrique) August 11, 2022 Knattspyrnusamband Marokkó sagði ástæðu uppsagnarinnar vera ósætti hans með undirbúning liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Marokkó á að spila sinn fyrsta leik á HM 23. nóvember en liðið er í riðli með Króatíu, Belgíu og Kanada. Það fylgir reyndar sögunni að með þessari uppsögn Halilhodzic þá opnast aftur leið fyrir Chelsea stjörnuna Hakim Ziyech inn í landsliðið. Ziyech hætti í landsliðinu í fyrra eftir ósætti við Halilhodzic. Morocco have sacked Vahid Halilhod i from his role as head coach with just over 100 days to the 2022 FIFA World Cup.Hakim Ziyech right now:#3Sports pic.twitter.com/015Jj1vDan— #3Sports (@3SportsGh) August 11, 2022 Halilhodzic er 69 ára gamall Bosníumaður sem á þriggja áratuga þjálfaraferil. Tvisvar áður hefur hann lent í því að koma landsliði á heimsmeistaramót án þess að fá að stjórna liði sínu þar. Það gerðist einnig þegar hann kom Fílabeinsströndinni á HM 2010 en aftur þegar hann kom Japan á HM 2018. For the third time in his coaching career, Bosnian Vahid Halilhod i has been fired just before the FIFA World Cup after qualifying for it. 2010: Côte d Ivoire 2018: Japan 2022: Morocco pic.twitter.com/rYrFffoM6w— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) August 11, 2022 Halilhodzic hefur samt stýrt liði á HM því það gerði hann sem landsliðsþjálfari Alsír á HM 2014. Árið 2010 missti hann landsliðsþjálfarastarfið hjá Fílabeinsströndinni fjórum mánuðum fyrir HM í Suður-Afriku en það kom eftir að liðið datt óvænt út úr átta liða úrslitum Afríkukeppninnar. Árið 2018 missti hann landsliðsþjálfara starfið hjá Japan eftir að hafa verið mjög umdeildur í sínu starfi. Samskiptierfiðleikar og skortur á trausti var sögð ástæðan fyrir brottrekstrinum en Halilhodzic höfðaði seinna mál gegn japanska knattspyrnusambandinu og forseta þess. HM 2022 í Katar Marokkó Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Það sem er furðulegast við þessa uppsögn er að þetta er í þriðja sinn á þjálfaraferlinum sem Halilhodzic missir landsliðsþjálfarastarf rétt fyrir heimsmeistaramót.' OFFICIEL : Vahid Halilhod i est limogé de son poste de sélectionneur du Maroc ! 3e fois qu il qualifie une nation en Coupe du Monde et qu il ne dirigera pas son équipe au Mondial. pic.twitter.com/Z2j00g24e3— Actu Foot Afrique (@ActuFootAfrique) August 11, 2022 Knattspyrnusamband Marokkó sagði ástæðu uppsagnarinnar vera ósætti hans með undirbúning liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Marokkó á að spila sinn fyrsta leik á HM 23. nóvember en liðið er í riðli með Króatíu, Belgíu og Kanada. Það fylgir reyndar sögunni að með þessari uppsögn Halilhodzic þá opnast aftur leið fyrir Chelsea stjörnuna Hakim Ziyech inn í landsliðið. Ziyech hætti í landsliðinu í fyrra eftir ósætti við Halilhodzic. Morocco have sacked Vahid Halilhod i from his role as head coach with just over 100 days to the 2022 FIFA World Cup.Hakim Ziyech right now:#3Sports pic.twitter.com/015Jj1vDan— #3Sports (@3SportsGh) August 11, 2022 Halilhodzic er 69 ára gamall Bosníumaður sem á þriggja áratuga þjálfaraferil. Tvisvar áður hefur hann lent í því að koma landsliði á heimsmeistaramót án þess að fá að stjórna liði sínu þar. Það gerðist einnig þegar hann kom Fílabeinsströndinni á HM 2010 en aftur þegar hann kom Japan á HM 2018. For the third time in his coaching career, Bosnian Vahid Halilhod i has been fired just before the FIFA World Cup after qualifying for it. 2010: Côte d Ivoire 2018: Japan 2022: Morocco pic.twitter.com/rYrFffoM6w— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) August 11, 2022 Halilhodzic hefur samt stýrt liði á HM því það gerði hann sem landsliðsþjálfari Alsír á HM 2014. Árið 2010 missti hann landsliðsþjálfarastarfið hjá Fílabeinsströndinni fjórum mánuðum fyrir HM í Suður-Afriku en það kom eftir að liðið datt óvænt út úr átta liða úrslitum Afríkukeppninnar. Árið 2018 missti hann landsliðsþjálfara starfið hjá Japan eftir að hafa verið mjög umdeildur í sínu starfi. Samskiptierfiðleikar og skortur á trausti var sögð ástæðan fyrir brottrekstrinum en Halilhodzic höfðaði seinna mál gegn japanska knattspyrnusambandinu og forseta þess.
HM 2022 í Katar Marokkó Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira