Giftu sig í undirgöngum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 13:01 Steinþór Helgi og Glódís giftu sig með pomp og prakt við fallega athöfn á Flateyri síðastliðinn laugardag. Kristín María Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðingur og plötusnúður, og Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og athafnamaður, giftust hvort öðru við fallega athöfn á Flateyri síðastliðna helgi þar sem vinir og fjölskylda fögnuðu ástinni með þeim fram á rauða nótt. Fyrst stóð til að athöfnin yrði haldin utan dyra í varnargarði við Flateyri en sökum hellidembu færðist hún í göng rétt hjá og segja brúðhjónin að það hafi jafnvel bara verið betur heppnað en hitt. Blaðamaður tók púlsinn á brúðinni, Glódísi, og ræddi við hana um stóra daginn, ástina og einstakan brúðarkjól hennar sem hún gerði virkilega góð kaup á. 4000 krónu brúðarkjóll Glódís segist hafa verið frekar róleg í leitinni að brúðarkjólnum og var ekki alveg viss um hvað hún vildi. Hin ástföngnu og nýgiftu Glódís og Steinþór.Kristín María „Ég var svo einn daginn að labba Garðastrætið að sækja drenginn minn í leikskólann og labba fram hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins. Þá var greinilega nýkomin sending frá einhverri hefðarfrú og það var verið að hengja upp nokkra síðkjóla. Ég rak augun í þennan og þurfti varla að máta hann,“ segir Glódís og bætir við að kjóllinn hafi kostað hana 4000 krónur. „Hann birtist bara nákvæmlega þarna og ég vissi líka að ég vildi ekki eyða einhverjum 100 þúsund köllum í hann.“ Elín, nágrannakona móður Glódísar, starfar sem klæðskeri og minnkaði kjólinn svo hann smell passaði á brúðina. „Þetta var allt mjög heimilislegt og fallegt.“ Brúðurin er með liðugri Íslendingum og átti auðvelt með að teygja fótinn upp í loft í kjólnum.Kristín María Yndislegur staður Brúðkaupið hafði staðið til í tvö ár en Covid hafði áhrif á að þau neyddust til að fresta því. Þau tóku þó forskot á sæluna síðastliðið sumar. „Við ætluðum að gifta okkur fyrir tveimur árum síðan en við giftum okkur í fyrra á Flateyri.“ Þau fengu mæður sínar til að vera með þeim í lítilli athöfn. „Steinþór og vinir hans Ásgeir Guðmundsson og Hlynur Helgi voru beðnir um að sjá um veitingastaðinn og barinn Vagninn yfir síðasta sumar.“ Eftir að hafa eytt öllu sumrinu á Flateyri átti staðurinn hjörtu brúðhjónanna. „Við höfðum áður komið á Flateyri og vissum hvað þetta var yndislegur staður þannig að við stukkum til og áttum eitt besta sumar í manna minnum.“ Ástin einkenndi andrúmsloftið á Flateyri síðastliðinn laugardag.Kristín María Síðasta sumar fóru þau svo að hugsa hvar stóra athöfnin ætti að vera. Hellidemba „Athöfnin átti fyrst að vera utan dyra inn í varnargarðinum hjá snjóflóðavörnunum en það kom hellidemba þannig að við færðum allt inn í göngin. Við létum það virka og það kom eiginlega bara betur út,“ segir Glódís. Allir samankomnir í undirgöngunum sem björguðu athöfninni.Kristín María Úrvals lið söngvara söng í athöfninni og má þar nefna hljómsveitina GÓSS, þau Sigríði Thorlacious, Sigurð Guðmundsson og Guðmund Óskar ásamt hluta úr hljómsveitinni Hjaltalín þar sem Högni söng ásamt Sigríði og Guðmundi. Glódís segir að tónlistin hafi hljómað virkilega vel í göngunum. Rigningin stöðvar sannarlega ekki ástina.Kristín María Allar hendur nýttar Dagurinn var draumi líkastur og byrjaði með sól og blíðu. „Við vöknuðum um 9 og fórum að týna blóm, það er allt í fallegum blómum á Flateyri,“ segir Glódís. Fyrri parti dags var eytt í huggulegheit þar sem hún fór meðal annars með son sinn í sund og svo kláruðu þau að græja salinn. „Þar voru allar hendur nýttar og vinir okkar hjálpuðu okkur að græja það á svona hálftíma.“ Atli Már stýrði athöfninni.Kristín María Athöfnin hófst klukkan fjögur og var það Atli Már Steinarsson sem sá um athöfnina. Allir hjálpuðust að við að hringja á milli svo það færi ekki fram hjá neinum að athöfnin hefði verið færð inn í göngin. Að henni lokinni hófust veisluhöld þar sem Ásgeir Guðmundsson var veislustjóri og fólk dansaði saman fram á rauða nótt. Gestir gengu á eftir brúðhjónunum í miklu stuði.Kristín María Hér má sjá fleiri myndir úr brúðkaupinu: Hjónin eru mikið stemnings fólk og áttu ekki erfitt með að grípa inn í DJ sett kvöldsins.Owen Fiene Listakonan Rakel Tómasdóttir er góð vinkona Glódísar.Kristín María Steinþór Helgi, Glódís og sonur þeirra Einar Glói í einlægu faðmlagi.Kristín María Glódís er fyrrum afrekskona í fimleikum og sýndi glæsilega takta á dansgólfinu,Owen Fiene Fjölskyldan Einar Glói, Steinþór Helgi og Glódís.Kristín María Nýgift.Kristín María Gestir lyftu glösum.Owen Fiene Hjónin ásamt mæðrum sínum.Owen Fiene Blómvöndurinn með nýtýndum blómum.Kristín María Gleðin var svo sannarlega við völd.Kristín María Brúðkaup Ástin og lífið Ísafjarðarbær Samkvæmislífið Tengdar fréttir Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. 11. ágúst 2022 17:01 Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 12. ágúst 2022 16:06 Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Fyrst stóð til að athöfnin yrði haldin utan dyra í varnargarði við Flateyri en sökum hellidembu færðist hún í göng rétt hjá og segja brúðhjónin að það hafi jafnvel bara verið betur heppnað en hitt. Blaðamaður tók púlsinn á brúðinni, Glódísi, og ræddi við hana um stóra daginn, ástina og einstakan brúðarkjól hennar sem hún gerði virkilega góð kaup á. 4000 krónu brúðarkjóll Glódís segist hafa verið frekar róleg í leitinni að brúðarkjólnum og var ekki alveg viss um hvað hún vildi. Hin ástföngnu og nýgiftu Glódís og Steinþór.Kristín María „Ég var svo einn daginn að labba Garðastrætið að sækja drenginn minn í leikskólann og labba fram hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins. Þá var greinilega nýkomin sending frá einhverri hefðarfrú og það var verið að hengja upp nokkra síðkjóla. Ég rak augun í þennan og þurfti varla að máta hann,“ segir Glódís og bætir við að kjóllinn hafi kostað hana 4000 krónur. „Hann birtist bara nákvæmlega þarna og ég vissi líka að ég vildi ekki eyða einhverjum 100 þúsund köllum í hann.“ Elín, nágrannakona móður Glódísar, starfar sem klæðskeri og minnkaði kjólinn svo hann smell passaði á brúðina. „Þetta var allt mjög heimilislegt og fallegt.“ Brúðurin er með liðugri Íslendingum og átti auðvelt með að teygja fótinn upp í loft í kjólnum.Kristín María Yndislegur staður Brúðkaupið hafði staðið til í tvö ár en Covid hafði áhrif á að þau neyddust til að fresta því. Þau tóku þó forskot á sæluna síðastliðið sumar. „Við ætluðum að gifta okkur fyrir tveimur árum síðan en við giftum okkur í fyrra á Flateyri.“ Þau fengu mæður sínar til að vera með þeim í lítilli athöfn. „Steinþór og vinir hans Ásgeir Guðmundsson og Hlynur Helgi voru beðnir um að sjá um veitingastaðinn og barinn Vagninn yfir síðasta sumar.“ Eftir að hafa eytt öllu sumrinu á Flateyri átti staðurinn hjörtu brúðhjónanna. „Við höfðum áður komið á Flateyri og vissum hvað þetta var yndislegur staður þannig að við stukkum til og áttum eitt besta sumar í manna minnum.“ Ástin einkenndi andrúmsloftið á Flateyri síðastliðinn laugardag.Kristín María Síðasta sumar fóru þau svo að hugsa hvar stóra athöfnin ætti að vera. Hellidemba „Athöfnin átti fyrst að vera utan dyra inn í varnargarðinum hjá snjóflóðavörnunum en það kom hellidemba þannig að við færðum allt inn í göngin. Við létum það virka og það kom eiginlega bara betur út,“ segir Glódís. Allir samankomnir í undirgöngunum sem björguðu athöfninni.Kristín María Úrvals lið söngvara söng í athöfninni og má þar nefna hljómsveitina GÓSS, þau Sigríði Thorlacious, Sigurð Guðmundsson og Guðmund Óskar ásamt hluta úr hljómsveitinni Hjaltalín þar sem Högni söng ásamt Sigríði og Guðmundi. Glódís segir að tónlistin hafi hljómað virkilega vel í göngunum. Rigningin stöðvar sannarlega ekki ástina.Kristín María Allar hendur nýttar Dagurinn var draumi líkastur og byrjaði með sól og blíðu. „Við vöknuðum um 9 og fórum að týna blóm, það er allt í fallegum blómum á Flateyri,“ segir Glódís. Fyrri parti dags var eytt í huggulegheit þar sem hún fór meðal annars með son sinn í sund og svo kláruðu þau að græja salinn. „Þar voru allar hendur nýttar og vinir okkar hjálpuðu okkur að græja það á svona hálftíma.“ Atli Már stýrði athöfninni.Kristín María Athöfnin hófst klukkan fjögur og var það Atli Már Steinarsson sem sá um athöfnina. Allir hjálpuðust að við að hringja á milli svo það færi ekki fram hjá neinum að athöfnin hefði verið færð inn í göngin. Að henni lokinni hófust veisluhöld þar sem Ásgeir Guðmundsson var veislustjóri og fólk dansaði saman fram á rauða nótt. Gestir gengu á eftir brúðhjónunum í miklu stuði.Kristín María Hér má sjá fleiri myndir úr brúðkaupinu: Hjónin eru mikið stemnings fólk og áttu ekki erfitt með að grípa inn í DJ sett kvöldsins.Owen Fiene Listakonan Rakel Tómasdóttir er góð vinkona Glódísar.Kristín María Steinþór Helgi, Glódís og sonur þeirra Einar Glói í einlægu faðmlagi.Kristín María Glódís er fyrrum afrekskona í fimleikum og sýndi glæsilega takta á dansgólfinu,Owen Fiene Fjölskyldan Einar Glói, Steinþór Helgi og Glódís.Kristín María Nýgift.Kristín María Gestir lyftu glösum.Owen Fiene Hjónin ásamt mæðrum sínum.Owen Fiene Blómvöndurinn með nýtýndum blómum.Kristín María Gleðin var svo sannarlega við völd.Kristín María
Brúðkaup Ástin og lífið Ísafjarðarbær Samkvæmislífið Tengdar fréttir Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. 11. ágúst 2022 17:01 Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 12. ágúst 2022 16:06 Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. 11. ágúst 2022 17:01
Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 12. ágúst 2022 16:06
Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52
Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31