Atlético neitaði rúmlega átján milljarða tilboði Man United í Félix Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 08:01 João Félix í leik gegn Manchester City á síðustu leiktíð. David Ramos/Getty Images) Atlético Madríd afþakkaði pent tilboð Manchester United í Portúgalann João Félix. Tilboðið hljóðaði upp á 130 milljónir evra eða rúmlega 18 milljarða íslenskra króna. Atlético keypti leikmanninn af Benfica árið 2019 á 113 milljónir evra. Man United er orðað við nær alla leikmenn sem virðast yfir höfuð geta sparkað í bolta þessa dagana. Félix er einn af tólf leikmönnum sem hafa verið orðaður við félagið á undanförnum þremur dögum. Players linked to Man United in the last three days:PulisicCasemiroJoao FelixCunhaMeunierVardyRabiotAubameyangMorataSommerDestCaicedo pic.twitter.com/ILu6c5tmgt— ESPN FC (@ESPNFC) August 17, 2022 Það var spænski miðillinn AS sem greindi fyrst frá en síðan hafa aðrir miðlar einnig staðfest að Man United hafi lagt fram tilboð í þennan 22 ára gamla Portúgala. Það virðist sem Erik ten Hag vilji skipta á 37 ára gömlum Portúgala fyrir einn talsvert yngri en það er talið nær öruggt að Cristiano Ronaldo muni yfirgefa Man United fyrir gluggalok. Man United hefur eins og alþjóð veit hafið nýtt tímabil hörmulega og samkvæmt fréttum frá Bretlandseyjum vill Erik ten Hag þrjá nýja leikmenn fyrir gluggalok. Raunar vill hann fá þá áður en Man Utd mætir Liverpool á mánudaginn 22. ágúst en það verður að teljast einstaklega ólíklegt. Manchester United have had a 130m bid for Joao Felix rejected by Atletico Madrid, according to Spanish outlet AS — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 17, 2022 Portúgalinn ungi byrjaði nýtt tímabil í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, af krafti en hann lagði upp öll þrjú mörk Atlético í 3-0 sigri á Getafe. Álvaro Morata, annar leikmaður sem hefur verið orðaður við Man United, skoraði tvívegis í leiknum. Félix er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa Atlético fyrir 350 milljónir evra. Man United er hins vegar ekki alveg tilbúið að greiða þá upphæð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. 17. ágúst 2022 20:00 Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. 17. ágúst 2022 14:57 Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17. ágúst 2022 13:00 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Man United er orðað við nær alla leikmenn sem virðast yfir höfuð geta sparkað í bolta þessa dagana. Félix er einn af tólf leikmönnum sem hafa verið orðaður við félagið á undanförnum þremur dögum. Players linked to Man United in the last three days:PulisicCasemiroJoao FelixCunhaMeunierVardyRabiotAubameyangMorataSommerDestCaicedo pic.twitter.com/ILu6c5tmgt— ESPN FC (@ESPNFC) August 17, 2022 Það var spænski miðillinn AS sem greindi fyrst frá en síðan hafa aðrir miðlar einnig staðfest að Man United hafi lagt fram tilboð í þennan 22 ára gamla Portúgala. Það virðist sem Erik ten Hag vilji skipta á 37 ára gömlum Portúgala fyrir einn talsvert yngri en það er talið nær öruggt að Cristiano Ronaldo muni yfirgefa Man United fyrir gluggalok. Man United hefur eins og alþjóð veit hafið nýtt tímabil hörmulega og samkvæmt fréttum frá Bretlandseyjum vill Erik ten Hag þrjá nýja leikmenn fyrir gluggalok. Raunar vill hann fá þá áður en Man Utd mætir Liverpool á mánudaginn 22. ágúst en það verður að teljast einstaklega ólíklegt. Manchester United have had a 130m bid for Joao Felix rejected by Atletico Madrid, according to Spanish outlet AS — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 17, 2022 Portúgalinn ungi byrjaði nýtt tímabil í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, af krafti en hann lagði upp öll þrjú mörk Atlético í 3-0 sigri á Getafe. Álvaro Morata, annar leikmaður sem hefur verið orðaður við Man United, skoraði tvívegis í leiknum. Félix er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa Atlético fyrir 350 milljónir evra. Man United er hins vegar ekki alveg tilbúið að greiða þá upphæð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. 17. ágúst 2022 20:00 Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. 17. ágúst 2022 14:57 Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17. ágúst 2022 13:00 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. 17. ágúst 2022 20:00
Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31
Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. 17. ágúst 2022 14:57
Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17. ágúst 2022 13:00
Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01