Við svona áfall virðast allir draumar og vonir úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2022 14:13 Birta Þórhalladóttir hleypur fyrir Gleym mér ei. Bítið Berta Þórhalladóttir er á meðal þeirra sem hleypur tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hún hleypur til styrktar samtökunum Gleym mér ei en Berta er ein þeirra sem hafa orðið fyrir því áfalli að missa barnið sitt. Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“ Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“
Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira