Ronaldo hættur við að yfirgefa Manchester United eftir komu Casemiro Atli Arason skrifar 23. ágúst 2022 07:01 Ronaldo og Casemiro náðu vel saman hjá Real Madrid. Getty Images Cristiano Ronaldo bað um að fá að yfirgefa Manchester United fyrr í sumar en er nú hættur við þau áform eftir að félagið tryggði sér þjónustu Casemiro frá Real Madrid. Breskir fjölmiðlar greindu frá U-beygju Ronaldo um helgina. Ronaldo hafði áður lýst yfir vilja sínum að spila áfram í Meistaradeild Evrópu eftir að Manchester United mistókst að tryggja sér þátttökurétt í keppninni þegar að liðið endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta leiktímabili. Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hefur í sumar reynt að finna nýtt félag fyrir Ronaldo en hann hefur meðal annars fundað með Bayern München, Atletio Madrid og Chelsea, án þess að finna lausn fyrir Ronaldo. Erik ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri Manchester United í upphafi sumars. Hann hafði, þrátt fyrir vilja Ronaldo að fara frá félaginu, gefið út að Ronaldo yrði áfram hluti af áformum hans í Manchester. Portúgalski framherjinn virðist nú hafa snúist hugur um að yfirgefa félagið eftir að Manchester United tryggði sér þjónustu Casemiro. Leikmennirnir tveir spiluðu báðir hjá Real Madrid árin 2013-2018 en þar unnu þeir Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum saman og spænsku úrvalsdeildina einu sinni. Manchester United vann óvæntan 2-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær, án aðstoðar Ronaldo. Portúgalinn byrjaði leikinn á meðal varamanna en kom inn á völlinn á 86. mínútu. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00 United og Real Madrid komast að samkomulagi um Casemiro Manchester United hefur komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á brasilíska miðjumanninum Casemiro. United mun greiða rétt tæplega 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. 19. ágúst 2022 18:30 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. 25. júlí 2022 22:31 Enn pattstaða hjá Ronaldo og Manchester United Fundarhöld Cristiano Ronaldo og teymisins í kringum hann og forráðamönnum Manchester United skilaði engri niðurstöðu að sögn Skysports. 28. júlí 2022 17:37 Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. 4. júlí 2022 10:32 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Breskir fjölmiðlar greindu frá U-beygju Ronaldo um helgina. Ronaldo hafði áður lýst yfir vilja sínum að spila áfram í Meistaradeild Evrópu eftir að Manchester United mistókst að tryggja sér þátttökurétt í keppninni þegar að liðið endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta leiktímabili. Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hefur í sumar reynt að finna nýtt félag fyrir Ronaldo en hann hefur meðal annars fundað með Bayern München, Atletio Madrid og Chelsea, án þess að finna lausn fyrir Ronaldo. Erik ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri Manchester United í upphafi sumars. Hann hafði, þrátt fyrir vilja Ronaldo að fara frá félaginu, gefið út að Ronaldo yrði áfram hluti af áformum hans í Manchester. Portúgalski framherjinn virðist nú hafa snúist hugur um að yfirgefa félagið eftir að Manchester United tryggði sér þjónustu Casemiro. Leikmennirnir tveir spiluðu báðir hjá Real Madrid árin 2013-2018 en þar unnu þeir Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum saman og spænsku úrvalsdeildina einu sinni. Manchester United vann óvæntan 2-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær, án aðstoðar Ronaldo. Portúgalinn byrjaði leikinn á meðal varamanna en kom inn á völlinn á 86. mínútu.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00 United og Real Madrid komast að samkomulagi um Casemiro Manchester United hefur komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á brasilíska miðjumanninum Casemiro. United mun greiða rétt tæplega 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. 19. ágúst 2022 18:30 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. 25. júlí 2022 22:31 Enn pattstaða hjá Ronaldo og Manchester United Fundarhöld Cristiano Ronaldo og teymisins í kringum hann og forráðamönnum Manchester United skilaði engri niðurstöðu að sögn Skysports. 28. júlí 2022 17:37 Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. 4. júlí 2022 10:32 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00
United og Real Madrid komast að samkomulagi um Casemiro Manchester United hefur komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á brasilíska miðjumanninum Casemiro. United mun greiða rétt tæplega 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. 19. ágúst 2022 18:30
Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01
Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. 25. júlí 2022 22:31
Enn pattstaða hjá Ronaldo og Manchester United Fundarhöld Cristiano Ronaldo og teymisins í kringum hann og forráðamönnum Manchester United skilaði engri niðurstöðu að sögn Skysports. 28. júlí 2022 17:37
Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. 4. júlí 2022 10:32